Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var í gærkvöldi valinn íþróttamaður ársins 2011 í Sundsvall. Anton Lander sem spilar íshokkí með Timra IK í efstu deild og Johan Mårtensson sem keppir í skotfimi voru einnig tilnefndir.
Jakob hafði mjög afgerandi áhrif á að Sundsvall Dragons varð sænskur meistari síðasta vor. kris@mbl.is