Lin og félagar stöðvaðir á heimavelli

Jeremy Lin var ekki sáttur við sína frammistöðu.
Jeremy Lin var ekki sáttur við sína frammistöðu. Reuters

Næstneðsta lið NBA-deildarinnar í körfubolta, New Orleans Hornets, stöðvaði í nótt sjö leikja sigurgöngu New York Knicks með því að sigra, 89:85, í Madison Square Garden.

Jeremy Lin var áfram í stóru hlutverki hjá New  York en hann og Amar'e Stoudamire voru stigahæstir þar með 26 stig hvor og Stoudamire tók 12 fráköst. Hjá New Orleans, sem vann aðeins sinn 7. sigur í 30 leikjum, var Trevor Ariza með 25 stig.

„Þetta var slök frammistaða hjá mér og ég var kærulaus með boltann. Ég ber ábyrgð á því að koma fram með boltann og ef ég tapa honum níu sinnum gengur þetta aldrei. Mér hefur verið hrósað fyrir frammistöðuna í síðustu sjö leikjum og nú á ég skilið gagnrýnina,“ sagði Lin við fréttamenn eftir leikinn.

LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami Heat sem vann auðveldan sigur gegn Cleveland Cavaliers á útivelli, 111:87.

Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann Phoenix Suns á heimavelli, 111:99.

Dwight  Howard skoraði 26 stig og tók 20 fráköst fyrir Orlando sem vann Milwaukee, 94:85.

Úrslitin í nótt:

Toronto - Charlotte 91:98
Orlando - Milwaukee 94:85
Detroit - Sacramento 114:108
Cleveland - Miami 87:111
Philadelphia - Dallas 75:82
New York - New Orleans 85:89
Memphis - Denver 103:102
Houston - Minnesota 98:111
Oklahoma City - Golden State 110:87
Utah - Washington 114:100
LA Lakers - Phoenix 111:99

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert