Leikmenn San Antonio Spurs halda sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfuknattleik. Í nótt unnu þeir Utah Jazz á útivelli, 106:102, og hafa þar með unnið ellefu síðustu viðureignir sínar.
Tony Parker skoraði 23 stig fyrir Spurs og tók 11 fráköst. Tim Duncan og Matt Bonner skoruðu 20 stig hvor. Manu Ginobili og Tiago Splitter meiddust í leiknum og er talið að þeir verði frá keppni næsta hálfa mánuðinn.
Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók 11 fráköst en liðið hefur nú aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum.
Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir LA Lakers þegar liðið vann Portland, 103:92, á heimavelli. Pau Gasol skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. LaMarcus Aldridge og Nicolas Batum gerðu 18 stig hvor fyrir Portland.
New York tapað á heimavelli fyrir New Jersey, 100:92, þrátt fyrir að endurheimta Carmelo Anthony inn í liðið en hann hafði misst af sjö viðureignum vegna meiðsla. Hann skoraði 11 stig. Jeremy Lin skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar, tók sjö fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Þetta dugði ekki til sigurs.
Deron Williams skoraði 38 stig fyrir New Jersey og hefur aldrei skorað fleiri stig fyrir liðið í einum leik á ferlinum. Kris Humphries skoraði 14 stig og tók 14 fráköst. MaShon Brooks skoraði 18 stig.
Ellefu leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Úrslit þeirra voru eftirfarandi:
Chicago - Atlanta 90:73
Milwaukee - Orlando 90:93
Dallas - Boston 89:73
Denver - Minnesota 103:101, eftir framlengingu.
Phoenix - Washington 104:88
Golden State - LA Clippers 104:97
New York - New Jersey 92:100
Houston - Memphis 97:93
Oklahoma City - New Orleans 101:93
Utah - San Antonio 102:106
LA Lakers - Portland 103:92