Kobe hafði betur gegn LeBron

Pau Gasol skorar fyrir Lakers í leiknum gegn Miami í …
Pau Gasol skorar fyrir Lakers í leiknum gegn Miami í nótt. Reuters

Kobe Bryant hafði betur gegn LeBron James og LA Lakers lagði Miami Heat í uppgjöri stjörnuleikmanna og liða NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 93:83 í Staples Center í Los Angeles.

Kobe skoraði 33 stig fyrir Lakers og Metta World Peace var drjúgur og skoraði 17 fyrir liðið. LeBron skoraði 25 stig fyrir Miami og tók 13 fráköst en Flórídaliðið saknaði Chris Boshs sem er meiddur og missti Dwyane Wade af velli með fimm villur fyrir lokasprettinn.

Boston Celtics vann New York Knicks í framlengdum Vesturstrandarslag í Boston Garden, 115:111, eftir að staðan var 103:103 eftir venjulegan leiktíma. Rajon Rondo, sem gæti verið á förum frá Boston, átti hreint ótrúlegt framlag en hann átti 20 stoðsendingar, skoraði 18 stig og tók 17 fráköst. Þá gerði Paul Pierce 34 stig fyrir sliðið. Hjá New York var Carmelo Anthony með 25 stig.

Deron Williams skoraði 57 stig, það mesta hjá leikmanni í deildinni í vetur, þegar New Jersey Nets vann botnliðið Charlotte Bobcats á útivelli, 104:101.

Derrick Rose skoraði 35 stig og Joakim Noah tók 18 fráköst fyrir Chicago Bulls sem vann Philadelphia 76ers á útivelli, 96:91.

Úrslitin í nótt:

Boston - New York 115:111 (Eftir framlengingu)
LA Lakers - Miami 93:83
Toronto - Golden State 83:75
Charlotte - New Jersey 101:104
Philadelphia - Chicago 91:96
Houston - LA Clippers 103:105
Phoenix - Sacramento 96:88
San Antonio - Denver 94:99

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert