Derrick Rose var Chicago Bulls enn og aftur dýrmætur í nótt þegar liðið lagði Milwaukee Bucks, 106:104, á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann skoraði glæsilega körfu í blálokin og tryggði liðinu áttunda sigurinn í röð.
Rose skoraði 30 stig í leiknum og var sérstaklega drjúgur á lokakafla leiksins en hann átti líka 11 stoðsendingar. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Hjá Milwaukee var Ersan Ilyasova með 32 stig og 10 fráköst.
LA Lakers tapaði einu sinni enn á útivelli, nú fyrir Washington Wizards á austurströndinni, 106:101. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol skoraði 19 og tók 15 fráköst en það dugði ekki til. Lakers missti niður 21 stigs forystu sem liðið náði í seinni hálfleiknum.
LeBron James skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir Miami Heat sem vann Atlanta Hawks, 89:86.
Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngunni áfram og vann Phoenix Suns, 115:104. Kevin Westbrook skoraði 31 stig og átti 10 stoðsendingar, Kevin Durant skoraði 30 og James Harden 30, og Serge Ibaka tók 20 fráköst. Þetta er aðeins í annað sinn í sögu NBA sem þrír leikmenn liðs ná 30 stigum og sá fjórði tekur 20 fráköst.
Úrslitin í nótt:
Toronto - Houston 116:98
Philadelphia - Boston 103:71
Washington - LA Lakers 106:101
Charlotte - Utah 93:99
Miami - Atlanta 89:86
New Jersey - LA Clippers 101:100
Milwaukee - Chicago 104:106
Oklahoma City - Phoenix 115:104
Minnesota - Portland 106:94
San Antonio - New York 118:105
Denver - Cleveland 99:100
Sacramento - New Orleans 99:98
Golden State - Memphis 92:110
Efstu lið í Austurdeild:
Chicago 33/8
Miami 30/9
Orlando 25/15
Philadelphia 23/17
Indiana 23/14
Atlanta 23/16
Boston 20/18
New York 18/21
Efstu lið í Vesturdeild:
Oklahoma City 31/8
San Antonio 26/12
Memphis 23/15
LA Clippers 22/15
LA Lakers 23/16
Dallas 23/17
Denver 22/18
Minnesota 21/19