Kobe-laust Lakerslið lá í Phoenix

Marcin Gortat, miðherji Phoenix, reynir að verjast Ramon Sessions og …
Marcin Gortat, miðherji Phoenix, reynir að verjast Ramon Sessions og Andrew Bynum hjá Lakers í viðureign liðanna í nótt. Reuters

Án Kobe Bryant mátti Los Angeles Lakers þola tuttugu stiga ósigur gegn Phoenix Suns, 125:105, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Bryant er með eymsli í sinum í fæti og þjálfarinn Gary Vitti sagði við fréttamenn eftir leikinn að hann væri búinn að spila þannig án þess að lagast og ekki væri hægt að segja til um hvenær hann léki á ný.

Shannon Brown skoraði 24 stig fyrir Phoenix og Michael Redd gerði 23. Þá var Steve Nash, bakvörðurinn gamalreyndi, með 13 stig og 11 fráköst. Hjá Lakers átti Pau Gasol sinn mesta skorleik í vetur, gerði 30 stig og tók 13 fráköst. Andrew Bynum skoraði 23 stig og tók 18 fráköst og Metta World Peace gerði 19 stig.

Orlando Magic vann góðan útisigur á Philadelphia 76ers, 88:82, og rauf með því fimm leikja taphrinu. Glen Davis skoraði 23 stig og Dwight Howard gerði 20 og tók 23 fráköst fyrir Orlando. Thaddeus Young skoraði 20 stig fyrir 76ers.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Atlanta 96:116
Philadelphia - Orlando 82:88
Memphis - Dallas 94:89
New Orleans - Minnesota 99:90
Milwaukee - Portland 116:94
Phoenix - LA Lakers 125:105
LA Clippers - Sacramento 109:94
Golden State - Denver 112:97

Efstu lið í Austurdeild:

Chicago 43/13
Miami 39/15
Indiana 34/22
Boston 31/24
Atlanta 34/23
Orlando 33/23
Philadelphia 29/26
New York 28/27

Efstu lið í Vesturdeild:

San Antonio 39/14
Oklahoma City 40/15
LA Lakers 35/22
LA Clippers 34/22
Memphis 32/23
Houston 30/25
Dallas 31/26
Denver 30/26

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert