Stjarnan minnkaði muninn í Grindavík

Ólafur Ólafsson Grindavík og Keith Cochran Stjörnunni.
Ólafur Ólafsson Grindavík og Keith Cochran Stjörnunni. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik hófst í Grindavík klukkan 19:15. Stjarnan sigraði 82:65 og staðan í rimmunni er 2:1 fyrir Grindavík en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. 

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 16/4 fráköst/6 stolnir, J'Nathan Bullock 12/6 fráköst, Giordan Watson 9/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 5, Páll Axel Vilbergsson 5, Ryan Pettinella 5/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2, Björn Steinar Brynjólfsson 2.

Stjarnan: Jovan Zdravevski 18/5 fráköst, Justin Shouse 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Keith Cothran 14, Renato Lindmets 14/9 fráköst, Marvin Valdimarsson 12/11 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 6, Guðjón Lárusson 2.

40. mín: Leiknum er lokið með sigri Stjörnunnar. Grindavík tókst aldrei að hleypa verulegri spennu í leikinn í síðasta leikhlutanum. Næsti leikur fer fram í Garðabæ.

30. mín: Staðan er 66:45 fyrir Stjörnuna. Garðbæingar hafa náð sér í vænlegt forskot fyrir síðasta leikhlutann og láta það varla frá sér á síðustu tíu mínútunum. Takist Stjörnunni að knýja fram fjórða leik þá fer hann fram í Ásgarði í Garðabæ en heimaleikjarétturinn er Grindvíkinga ef til oddaleiks kemur. 

25. mín: Staðan er 52:36 fyrir Stjörnuna þegar þriðji leikhluti er liðlega hálfnaður. Stjarnan er með fína stöðu og á alla möguleika á því að minnka muninn í rimmunni. 

20. mín: Staðan er 46:34 fyrir Stjörnuna að loknum fyrri hálfleik. Þorleifur Ólafsson hefur skorað 7 stig fyrir Grindavík og Giordon Watson einnig. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni 11 stig.

10. mín: Staðan er 21:17 fyrir Stjörnuna að fyrsta leikhluta loknum. Garðbæingar mæta mjög grimmir til leiks enda mega þeir ekki tapa fleiri leikjum í þessari rimmu.  Baráttan er mikil strax í fyrsta leikhluta og leikmenn liðanna takast hressilega á. 

Giordan Watson Grindavík og Justin Shouse Stjörnunni.
Giordan Watson Grindavík og Justin Shouse Stjörnunni. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert