Grindavík sigraði í spennuleik

Guðmundur Jónsson úr Þór sækir að körfu Grindavíkur í leiknum …
Guðmundur Jónsson úr Þór sækir að körfu Grindavíkur í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Grindavík sigraði Þór frá Þorlákshöfn, 93:89, í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld eftir mikla spennu á lokakaflanum.

Grindavík náði um tíma 17 stiga forystu í seinni hálfleiknum en náði ekki að hrista Þórsara af sér. Þeir minnkuðu muninn í tvö stig en nýttu ekki tækifæri til að komast yfir og J'Nathan Bullock tryggði sigur Grindavíkur með tveimur vítaskotum þegar 7 sekúndur voru eftir.

Þrjá sigurleiki þarf til að verða Íslandsmeistari og liðin mætast næst í Þorlákshöfn.

Myndbandsviðtöl koma hér á mbl.is síðar í kvöld og Kristinn Friðriksson fjallar ítarlega um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Gangur leiksins: 8:2, 18:12, 22:20, 29:26, 33:26, 37:37, 47:40, 56:44, 63:49, 66:52, 66:59, 75:65, 82:76, 86:82, 91:89, 93:89.

Grindavík: J'Nathan Bullock 29/9 fráköst, Giordan Watson 16/4 fráköst/13 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/6 fráköst, Ryan Pettinella 8/6 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 4/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 17/4 fráköst, Darrin Govens 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 15, Joseph Henley 15/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5/6 stoðsendingar.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 794.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

40. Leik lokið. Þórsarar ná ekki skoti nógu snemma gegn sterkri vörn Grindavíkur. Govens með erfiða þriggja stiga tilraun,  geigar, og leikurinn er úti. Grindavík sigrar 93:89.

40. Bullock á vítalínunni. Fyrra ofaní, 92:89. Seinna ofaní, 93:89. Þórsarar taka leikhlé. Þurfa fjögur stig á 7 sekúndum. Þetta er orðið vonlítið fyrir þá.

40. Bullock fær tvö vítaskot, 7 sekúndur eftir. Enn leikhlé. Staðan áfram 91:89 og Bullock getur tryggt sigurinn.

40. Jóhann Árni með tvö vítaskot fyrir Grindavík, 11 sek. eftir. Fyrra geigar, seinna líka, en Grindavík fær boltann. Enn 91:89.

40. Leikhlé, 11 sekúndur eftir og Grindavík á vítaskot að því loknu.

40. Þriggja stiga skot Grindavíkur geigar þegar 30 sek. eru eftir. Þór með boltann. Þristur geigar hjá Guðmundi þegar 13 sek. eru eftir. Enn 91:89!!

40. Sóknarbrot á Henley og Þór missir boltann. Grindavík tekur leikhlé. 58 sekúndur eftir, staðan 91:89.

39. Þristur geigar hjá Janev, sem gat komið Þór yfir. Grindavík missir boltann þegar 1,08 eru eftir. Enn 91:89.

38. Bullock með þrist og Guðmundur svarar með þristi, 91:89. Þórsarar missa boltann í sókn þar sem þeir gátu komist yfir. Tvær eftir.

37. Nú dansar þetta á 2-4 stiga mun. Spennan eykst. 88:86 og rúmar 3 eftir.

35. Þór minnkar muninn í 84:80. Það getur allt gerst. Grindavík svarar, 86:80.

33. Þriggja stiga sýningin heldur áfram. Grétar Ingi með tvo þrista í röð fyrir Þórsara en Grindavík svarar alltaf fyrir sig. Janev bætir við þristi fyrir Þór, 82:76.

30. Þriðja leikhluta lokið og staðan er 75:65 eftir magnaða þrista á báða bóga undir lokin. Bullock tróð svakalega undir lokin og er kominn með 22 stig fyrir Grindavík. Watson er með 14 stig og 11 stoðsendingar og Jóhann er með 12 stig. Hjá Þór er Govens með 15 stig, Guðmundur og Janev 12 stig hvor.

29. Tveir þrisvar Þórsara koma þeim inní leikinn á ný, 66:59, en Pettinella svarar, 68:59. Tvö víti frá Guðmundi, 68:61. Nóg eftir enn.

27. Það fer ekkert ofaní þessar mínúturnar og staðan er 66:53 fyrir Grindavík. Rétt rúmar þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og Benedikt þjálfari Þórs tekur leikhlé.

25. Grindavík ætlar að halda öruggu forskoti. Þriðji leikhluti hálfnaður og staðan 66:52.

22. Grindavík slakar ekkert á klónni. Bullock byrjar seinni hálfleik af krafti, tvær körfur frá honum á upphafsmínútunum. Staðan er 63:46.

20. Hálfleikur og Grindvíkingar hafa náð góðu forskoti. Staðan er 56:44. „Þetta er bara grín," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs um varnarleik liðs síns við Svala Björgvinsson á Stöð 2 Sport á leið sinni til búningsklefa. Giordan Watson er með 14 stig fyrir Grindavík, J'Nathan Bullock 13 og Jóhann Ólafsson 10. Þá er Watson með 7 stoðsendingar. Hjá Þór er Darrin Govens með 12 stig, Darri Hilmarsson 7 og Joseph Henley 7.

19. Grindavík bætir við og J'Nathan Bullock skorar flotta þriggja stiga körfu, 50:40. Benedikt þjálfari Þórs tekur leikhlé. Rétt tæpar tvær mínútur eftir af hálfleiknum og Grindavík þegar komin í 50 stigin gegn annars sterku varnarliði Þórs.

17. Grindavík með góða rispu, staðan 45:40.

16. Grindavík komst í 36:29 en Þór svarar, 37:37. Baldur Ragnarsson jafnar með 3ja stiga skoti.

14. Þórsarar skora loks stig í leikhlutanum á fjórðu mínútu. Staðan 33:29.

12. Heldur hefur hægst á skorinu og aðeins ein karfa komin í öðrum leikhluta. Staðan 31:26.

10. Fyrsta leikhluta lokið. Geysilegt fjör, mikið skorað og allir leikmenn liðanna  virkir í stigaskorun. Staðan 29:26 fyrir Grindavík eftir 3ja stiga körfu frá Jóhanni Ólafssyni. Giordan Watson er með 9 stig og 4 stoðsendingar fyrir Grindavík og J'Nathan Bullock er með 6 stig.  Hjá Þór er Darri Hilmarsson með 7 stig, Guðmundur Jónsson og Blagoj Janev 5 hvor.

8. Grindavík komst í 22:18 en Þórsarar gefa ekkert eftir. Staðan 22:22.

6. Þórsarar eru farnir að svara fyrir sig. Fjórir þristar með stuttu millibili frá fjórum leikmönnum og staðan er skyndilega 18:18.

5. Staðan er 16:6 og Grindvíkingar spila mjög vel á upphafsmínútunum. Tveir þristar komnir og Giordan Watson er kominn með 7 stig og 3 stoðsendingar. Fyrstu sjö skot liðsins hafa ratað rétta leið.

3. Grindvíkingar byrja betur og eru 11:2 yfir. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þeirra þegar búnir að skora.

1. Leikurinn er hafinn.

Byrjunarlið Grindavíkur: Giordan Watson, Jóhann Árni Ólafsson, J'Nathan Bullock, Þorleifur Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson.
Aðrir leikmenn: Þorsteinn Finnbogason, Ómar Örn Sævarsson, Björn Steinar Brynjólfsson, Ryan Pettinella, Páll Axel Vilbergsson, Ármann Vilbergsson, Einar Ómar Eyjólfsson.

Byrjunarlið Þórs: Darrin Govens, Blagoj Janev, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Grétar Ingi Erlendsson.
Aðrir leikmenn: Baldur Þór Ragnarsson, Emil Karel Einarsson, Erlendur Stefánsson, Joseph Henley, Vilhjálmur Atli Björnsson, Sveinn H. Gunnarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson.

Grindavík vann úrvalsdeildina í vetur en Þórsarar enduðu í þriðja sæti, sem nýliðar í deildinni. Grindavík vann Njarðvík og síðan Stjörnuna í úrslitakeppninni en Þórsarar slógu út Snæfell og síðan Íslandsmeistara KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka