Úrslitakeppni NBA: Rose meiddist í sigri Chicago

Derrick Rose fagnar einni körfu sinni í leiknum í kvöld.
Derrick Rose fagnar einni körfu sinni í leiknum í kvöld. Reuters

Derrick Rose besti leikmaður Chicago Bulls meiddist á hné á lokasekúndunum í viðureign Chicago og Philadelphia í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Chicago fagnaði sigri, 103:91.

Rose, sem hefur misst af 27 leikjum Chicagao á tímabilinu vegna meiðsla í hné og nára, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og átti 9 stoðsendingar í leiknum. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru en farið var með hann á sjúkrahús til skoðunar.

Richard Hamilton skoraði 19 stig fyrir Chicago og Luol Deng 17. Hjá Philadelphia var Elton Brand, fyrrum leikmaður Chicago, stigahæstur með 19 stig.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert