Helgi Jónas: Alltof langt síðan síðast

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, fagnaði í kvöld sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli sem þjálfari en hann varð meistari sem leikmaður með Grindavík árið 1996 auk þess að verða belgískur meistari í millitíðinni. 

„Það er alltaf gaman að gera þetta fyrir sinn heimabæ,“ sagði Helgi meðal annars við mbl.is í kvöld.

Helgi sagði blaðamenn hafa búið til þá umræðu að Grindavík væri sigurstranglegasta liðið í vetur og sagði sína menn hafa höndlað það gríðarlega vel.

Helgi er vægast sagt líflegur á hliðarlínunni og sagðist einfaldlega lifa sig vel inn í leikina.

Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur.
Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka