Ólafur treysti samherjunum

Landsliðsmaðurinn, Ólafur Ólafsson, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Grindavíkurliðinu á hækjum í Þorlákshöfn í kvöld. 

Sem kunnugt er brotnaði Ólafur illa á ökkla í undanúrslitarimmunni á móti Stjörnunni. 

„Ég treysti strákunum allan tímann,“ sagði Ólafur við mbl.is í Þorlákshöfn í kvöld en hann fer í skoðun á morgun og fær þá frekari vitneskju um batahorfur sínar.

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka