Keflavík fær mikla skyttu til kvennaliðsins

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur. mbl.is/Golli

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik hefur fengið til sín bandarískan leikmann, Jessicu Jenkins, að nafni. Jenkins var í sterku háskólaliði í Bandaríkjunum hjá St. Bonaventure University og komst liðið í sextán liða úrslita í NCAA-deildinni.

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins og þar segist Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vonast til þess að hún sé síðasti hlekkurinn í keðju meistaraliðs: „Við erum spennt yfir því að fá þessa beittu skyttu til liðs við okkar unga Keflavíkurlið. Við vonumst til að hún sé síðasti hlekkurinn í keðjunni sem draga mun titlana aftur til Keflavíkur, þangað sem þeir eiga heima.“

Á heimasíðu Keflavíkur segir jafnframt að Jenkins sé mikil skytta. Svo góð raunar að hún hafi verið í 13. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert