Snæfell vann Lengjubikarinn

Kieraah Marlow skoraði 15 stig fyrir Snæfell.
Kieraah Marlow skoraði 15 stig fyrir Snæfell. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snæfell úr Stykkishólmi fagnaði sigri í Lengjubikarkeppni kvenna í körfuknattleik en liðið hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik í kvöld, 78:72, í spennuleik sem fram fór í Keflavík.

Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 19 stig og næst kom Hildur Björg Kjartansdóttir með 17 stig en þetta er fyrsti titill Snæfells í kvennaflokki.

Í liði Keflvíkinga var Sara Rún Hinriksdóttir atkvæðamest með 22 stig.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Bryndís Guðmundsdóttir 6/11 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 19/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 15/13 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 14, Hildur Sigurdardottir 8/8 fráköst/5 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka