Pétur Már: Fyrstu leikirnir mikilvægir

Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ, segir að nýliðarnir í Dominos-deildinni séu brattir fyrir komandi átök. 

„Byrjunin er gífurlega mikilvæg hjá okkur. Við eigum þarna lið sem var spáð í kringum okkur í stigatöflunni. Það eru gífurlega mikilvægir leikir. Þrír heimaleikir í röð.  Það verður að nýta það og byrja vel sem er gífurlega mikilvægt,“ sagði Pétur Már meðal annars í samtali við mbl.is á blaðamannafundi í vikunni.

KFÍ tekur á móti hinum nýliðunum í Skallagrími á Ísafirði á sunnudagskvöldið í 1. umferð deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka