Snæfell vann öruggan sigur á KFÍ í Dominosdeild karla í körfuknattleik í dag, 108:95. Snæfellingar eru því á toppi deildarinnar jafnir Stjörnunni að stigum en KFÍ er í 10. og þriðja neðsta sæti.
Staðan í hálfleik var 45:36 Snæfelli í vil.
Jón Ólafur Jónsson hefur verið funheitur að undanförnu og hann var stigahæstur Snæfells með 26 stig auk þess að taka heil 17 fráköst.
Gangur leiksins:: 3:2, 11:6, 20:10, 26:15, 30:15, 39:20, 43:27, 45:36, 51:36, 55:43, 69:53, 82:61, 88:70, 90:76, 96:87, 108:95.
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 26/17 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 23/4 fráköst, Jay Threatt 19/7 fráköst/15 stoðsendingar, Asim McQueen 15/12 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6.
Fráköst: 35 í vörn, 12 í sókn.
KFÍ: Momcilo Latinovic 28/6 fráköst, Bradford Harry Spencer 20, Mirko Stefán Virijevic 17/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 16, Christopher Miller-Williams 6, Jón Hrafn Baldvinsson 3/5 fráköst, Leó Sigurðsson 3, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Jon Gudmundsson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Tómas Tómasson.