Enn tapar Lakers

Dwight Howard og félagar hans í LA Lakers hafa farið …
Dwight Howard og félagar hans í LA Lakers hafa farið illa af stað í NBA-deildinni. AFP

Lið LA Lakers fer illa af stað í NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið tapaði í nótt fyrir Utaj Jazz, 95:86, og hefur þar með tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.

Randy Foye var drjúgur fyrir Utah eftir að hann kom inná af bekknum. Hann skoraði 17 stig en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í fjórða leikhlutanum. Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 18 stig. Kobe Bryant var atkvæðamestur leikmanna Lakers en hann skoraði 29 stig, þar af 14 síðustu stig liðsins, og Dwight Howard setti niður 19 stig.

San Antonio Spurs, sem hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína, tapaði fyrir LA Clippers, 106:84. Blake Griffin skoraði 22 stig fyrir Clippers en Danny Green var stigahæstur hjá SA Spurs með aðeins 12 stig.

Boston hafði betur gegn Washington, 100:94. Kevin Garnett skoraði 20 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 18 en hjá Washington var Bradley Beal með 16 stig.

Meistarar Miami burstuðu Brooklyn, 103:73, þar sem Dwyane Wade skoraði 22 stig fyrir Miami og LeBron James 20.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Phoenix, 110:117
Boston - Washington, 100:94
Atlanta - Indiana 89:86
Miami Heat - Brooklyn Nets 103:73
Milwaukee - Memphis, 90:108
New Orleans - Philadelphia, 62:77
Houston - Denver, 87:93
Minnesota - Orlando, 90:75
Dallas - Toronto, 109:104
Utah Jazz - LA Lakers, 95:86
LA Clippers - SA Spurs, 106-84
Golden State - Cleveland, 106:96

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert