Snæfell og Grindavík í undanúrslit

Samuel Zeglinski skoraði 33 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir …
Samuel Zeglinski skoraði 33 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Grindvíkinga í kvöld. Ljósmynd/Skúli Sigurðsson

Grindavík tryggði sér í kvöld efsta sæti A-riðlils Lengjubikars karla í körfuknattleik, og þar með sæti í undanúrslitunum, er liðið vann granna sína úr Keflavík 116:81 í úrslitaleik um efsta sætið. Á sama tíma tryggði Snæfell sér efsta sæti B-riðils með sigri á KFÍ á Ísafirði, 87:74.

Grindavík endaði með 10 stig í A-riðli og Keflavík með 8 en Skallagrímur, sem vann Hauka í kvöld 108:92, varð í 3. sæti með 4 stig og Haukar neðstir með 2.

Í B-riðli endaði Snæfell með 10 stig en KR er í 2. sæti með 6 stig og á eftir leik við Hamar annað kvöld. Aðeins efsta lið hvers riðils kemst í undanúrslitin.

Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið til viðbótar komast í undanúrslitin.

Tölfræðiupplýsingar úr leikjum kvöldsins má sjá hér að neðan.

Skallagrímur - Haukar 108:92

Borgarnes, Fyrirtækjabikar karla, 18. nóvember 2012.

Gangur leiksins:: 4:5, 8:7, 19:16, 24:20, 30:26, 37:35, 43:39, 49:47, 58:55, 66:66, 71:68, 83:74, 91:79, 99:86, 99:88, 108:92.

Skallagrímur: Carlos Medlock 29/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 21/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 16, Davíð Guðmundsson 11, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst/5 varin skot, Sigmar Egilsson 10/5 fráköst/10 stoðsendingar, Birgir Þór Sverrisson 6/5 stoðsendingar, Andrés Kristjánsson 4.

Fráköst: 24 í vörn, 3 í sókn.

Haukar: Arryon Williams 29/12 fráköst, Haukur Óskarsson 24, Þorsteinn Finnbogason 13/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10/5 fráköst, Kristinn Marinósson 7/5 fráköst, Andri Freysson 4, Emil Barja 3/8 fráköst/8 stoðsendingar, Hlynur Viðar Ívarsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.

Grindavík - Keflavík 116:81

Grindavík, Fyrirtækjabikar karla, 18. nóvember 2012.

Gangur leiksins:: 4:4, 14:10, 25:18, 27:27, 32:29, 34:30, 48:37, 55:44, 64:52, 73:54, 78:58, 87:69, 95:71, 102:78, 110:80, 116:81.

Grindavík: Samuel Zeglinski 33/5 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 32/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Jón Axel Guðmundsson 4, Ómar Örn Sævarsson 4, Ólafur Ólafsson 2, Hinrik Guðbjartsson 1.

Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Michael Craion 26/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 23/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 3/6 fráköst, Sigurður Vignir Guðmundsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 1.

Fráköst: 14 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Björgvin Rúnarsson.

KFÍ - Snæfell 74:87

Ísafjörður, Fyrirtækjabikar karla, 18. nóvember 2012.

Gangur leiksins:: 5:3, 10:8, 16:12, 22:15, 26:21, 26:31, 34:31, 39:35, 41:40, 48:47, 50:55, 53:62, 61:68, 63:76, 68:79, 74:87.

KFÍ: Damier Erik Pitts 23/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 17/12 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 14/7 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/10 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 6/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 5/6 stoðsendingar.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Snæfell: Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 18/4 fráköst, Asim McQueen 13/9 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Ólafur Torfason 10/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Stefán Karel Torfason 4, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 200.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert