Teitur Örlygsson engu gleymt - myndskeið

Teitur sýnir takta á hliðarlínunni þessa dagana en hann hefur …
Teitur sýnir takta á hliðarlínunni þessa dagana en hann hefur engu gleymt inná vellinum. mbl.is/Kristinn

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar og ein allra besta skytta íslenskrar körfuboltasögu, sýndi í gærkvöldi að hann hefur engu gleymt.

Teitur var mættur í Ljónagryfjuna í Njarðvík, sinn gamla heimavöll, þar sem núverandi lið Njarðvíkur mætti gömlum kempum og atvinnumönnum í góðgerðarleik.

Haldin var þriggja stiga keppni þar sem Teitur bakaði andstæðinga sína. Fram kemur á karfan.is að skyttan magnaða hafi talað digurbarkalega fyrir keppnina en hann stóð við stóru orðin og vann hana.

Úrvalslið Njarðvíkur með Loga Gunnarsson, Jeb Ivey, Jóhann Árna Ólafsson og Guðmund Jónsson innaborðs ásamt kempum á borð við Teit og Friðrik Ragnarsson hafði betur í leiknum sjálfum, 116:112.

Leikurinn var eins og áður segir góðgerðarleikur en í gærkvöldi söfnuðust 700.000 krónur sem renna allar í líknarsjóð Njarðvíkurkirkna.

Heitur Teitur:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert