Grindvíkingar eru einir á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, eftir að þeir sigruðu Tindastól á heimavelli í kvöld á meðan Þór tapaði óvænt á heimavelli sínum í Þorlákshöfn gegn Skallagrími.
Þórsarar voru á toppnum fyrir umferðina, en þeir töpuðu gegn nýliðum Skallagríms eftir mikla spennu, 72:76. Carlos Medlock skoraði síðustu 4 stig leiksins fyrir Borgnesinga og var atkvæðamestur þeirra með 22 stig. Haminn Quaintance skoraði 17 og tók 19 fráköst og Páll Axel Vilbergsson var með 15. Hjá Þór var David Jackson með 24 stig og Benjamin Smith 19.
Ítarlega er fjallað um leik Þórs og Skallagríms í Morgunblaðinu í fyrramálið.
Grindvíkingar unnu mjög öruggan sigur á Tindastóli. Lokatölur urðu 89:74 eftir að staðan var 49:30 í hálfleik. Samuel Zeglinski skoraði 19 stig fyrir Grindavík og Aaron Broussard 18 en George Valentine skoraði 20 stig fyrir Tindastól og tók 14 fráköst.
KR vann mjög öruggan sigur á KFÍ, 104:87, eftir að hafa komist í 20:3 í fyrsta leikhluta. KR-ingar tefldu fram alíslensku liði. Finnur Atli Magnússon skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, Kristófer Acox skoraði 21 stig og Martin Hermannsson 20. Hjá KFÍ var Pitts með 35 stig.
Stjarnan vann Fjölni í Ásgarði, 95:87, eftir 49:40 í hálfleik. Jovan Zdravevski skoraði 21 stig fyrir Stjörnunna og Jarrid Frye 18 en Isaac Miles skoraði 19 stig í fyrsta leik sínum með Fjölni.
Snæfell vann mjög öruggan sigur á Njarðvíkingum í Njarðvík, 104:70. Asim McQueen skoraði 29 stig fyrir Snæfell og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 24 en Ágúst Orrason gerði 19 stig fyrir Njarðvík og Marcus Van 16.
Keflvíkingar voru ekki í vandræðum með ÍR í Seljaskóla, 111:84, en þar skoraði Michael Craion 32 stig fyrir Suðurnesjaliðið og tók 19 fráköst. Eric Palm gerði 29 stig fyrir ÍR. Leiknum seinkaði um tæpan klukkutíma vegna vandræða með skotklukkur í Seljaskóla.
Staðan eftir leikina: Grindavík 18, Þór Þ. 16, Snæfell 16, Stjarnan 16, KR 14, Keflavík 12, Njarðvík 8, Fjölnir 8, Skallagrímur 8, ÍR 6, KFÍ 4, Tindastóll 4.
Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 04. janúar 2013.
Gangur leiksins:: 0:8, 2:17, 12:22, 16:24, 20:29, 29:38, 35:44, 37:53, 45:56, 52:65, 53:73, 58:81, 58:87, 62:87, 66:98, 70:104.
Njarðvík: Ágúst Orrason 19/5 fráköst, Marcus Van 16/10 fráköst, Nigel Moore 12/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 4, Maciej Stanislav Baginski 2, Magnús Már Traustason 2, Óli Ragnar Alexandersson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/9 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.
Snæfell: Asim McQueen 29/8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Jay Threatt 10/8 fráköst/11 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5, Stefán Karel Torfason 5, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Ólafur Torfason 3/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 3.
Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Hreiðarsson, Hakon Hjartarson.
Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 04. janúar 2013.
Gangur leiksins:: 3:7, 7:15, 11:22, 19:25, 28:29, 30:39, 32:48, 36:55, 42:62, 50:73, 56:84, 66:92, 71:96, 75:103, 77:106, 84:111.
ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 12, Nemanja Sovic 10/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 6, Ellert Arnarson 5/5 fráköst, Þorvaldur Hauksson 1.
Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.
Keflavík: Michael Craion 32/19 fráköst/3 varin skot, Billy Baptist 18/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 17, Valur Orri Valsson 16/8 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 12/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 5, Hafliði Már Brynjarsson 3, Snorri Hrafnkelsson 3, Andri Daníelsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2/8 fráköst.
Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Jon Bender, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georg Andersen.
Grindavík, Úrvalsdeild karla, 04. janúar 2013.
Gangur leiksins:: 11:2, 25:9, 29:12, 29:14, 39:18, 45:23, 45:27, 49:30, 55:36, 59:39, 64:45, 66:45, 68:53, 77:60, 84:71, 89:74.
Grindavík: Samuel Zeglinski 19/9 fráköst/6 stoðsendingar, Aaron Broussard 18/13 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst/5 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/6 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2.
Fráköst: 36 í vörn, 12 í sókn.
Tindastóll: George Valentine 20/14 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 15/10 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 14/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 8/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Rafn Viggósson 5/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/4 fráköst, Drew Gibson 2.
Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Jon Gudmundsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.
Ásgarður, Úrvalsdeild karla, 04. janúar 2013.
Gangur leiksins:: 6:6, 9:15, 15:20, 23:23, 31:26, 35:31, 42:36, 49:40, 55:46, 64:54, 70:62, 74:67, 79:70, 85:77, 89:80, 95:87.
Stjarnan: Jovan Zdravevski 21/4 fráköst, Jarrid Frye 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Brian Mills 12/10 fráköst, Justin Shouse 11/4 fráköst/10 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 9/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 6/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 5/10 fráköst.
Fráköst: 33 í vörn, 12 í sókn.
Fjölnir: Isaac Deshon Miles 19/11 fráköst, Gunnar Ólafsson 17/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/3 varin skot, Árni Ragnarsson 10/8 fráköst/9 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/5 stolnir, Jón Sverrisson 5.
Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson, Gunnar Thor Andresson.
Áhorfendur: 231
DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 04. janúar 2013.
Gangur leiksins:: 8:0, 14:3, 22:7, 28:10, 31:15, 37:19, 48:23, 52:29, 60:34, 62:43, 71:49, 79:54, 86:60, 93:67, 98:79, 104:87.
KR: Finnur Atli Magnusson 24/14 fráköst/3 varin skot, Kristófer Acox 21/9 fráköst, Martin Hermannsson 20/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12, Emil Þór Jóhannsson 9/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Helgi Már Magnússon 4/12 fráköst/9 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 3, Darri Freyr Atlason 3.
Fráköst: 34 í vörn, 15 í sókn.
KFÍ: Damier Erik Pitts 35/8 stoðsendingar, Tyrone Lorenzo Bradshaw 22/10 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 10/13 fráköst, Samuel Toluwase 8/7 fráköst, Leó Sigurðsson 4, Hlynur Hreinsson 4, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Stefán Diegó Garcia 2.
Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jon Thor Eythorsson, Ísak Ernir Kristinsson.
Þorlákshöfn, Úrvalsdeild karla, 04. janúar 2013.
Gangur leiksins:: 9:4, 14:6, 16:8, 20:8, 22:15, 26:21, 36:23, 39:30, 39:34, 43:39, 52:46, 56:54, 61:57, 62:59, 69:68, 72:76.
Þór Þ.: David Bernard Jackson 24/10 fráköst, Benjamin Curtis Smith 19/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Darrell Flake 11/9 fráköst, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.
Skallagrímur: Carlos Medlock 22/5 fráköst, Haminn Quaintance 17/19 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 15/9 fráköst, Sigmar Egilsson 9, Hörður Helgi Hreiðarsson 7/6 fráköst, Orri Jónsson 4, Davíð Ásgeirsson 2.
Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurdsson.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:
ÍR - Keflavík 3:2, 5:13, 9:17, 17:22, 19:25, 26:27, 30:39, 34:53, 36:55, 42:65, 51:73, 66:92, 77:103, 84:111. LEIK LOKIÐ
Njarðvík - Snæfell 0:12, 2:17, 6:22, 16:24, 20:29, 24:33, 29:38, 32:42, 37:53, 43:53, 50:64, 58:81, 58:87, 70:104. LEIK LOKIÐ
Grindavík - Tindastóll 5:0, 13:4, 23:4, 29:12, 39:18, 45:27, 49:30, 55:36, 59:39, 66:45, 74:58, 77:60, 80:60, 85:71, 89:74. LEIK LOKIÐ
Stjarnan - Fjölnir 6:5, 6:13, 9:18, 19:20, 23:23, 27:23, 35:31, 46:38, 49:40, 51:42, 61:51, 67:59, 71:67, 79:72, 82:74, 89:77, 95:87. LEIK LOKIÐ
KR - KFÍ 8:0, 22:3, 28:10, 28:13, 33:15, 37:19, 41:23, 52:29, 57:32, 64:43, 75:52, 79:54, 93:69, 95:73, 102:83, 104:87. LEIK LOKIÐ
Þór Þ. - Skallagrímur 9:4, 14:6, 20:8, 23:19, 28:21, 35:23, 39:30, 39:32, 41:34, 45:40, 52:47, 56:55, 61:57, 62:59, 66:66, 69:70, 72:76. LEIK LOKIÐ
20.38 - Fyrsta leikhluta er lokið í Seljaskóla og þar er Keflavík yfir gegn ÍR, 25:19.
20.29 - Spennuleikur kvöldsins ætlar að vera í Þorlákshöfn þar sem heimamenn eru með nauma forystu gegn Skallagrími, 56:55, eftir þriðja lelikhluta. David Jackson er með 17 stig fyrir Þór og Páll Axel Vilbergsson 15 fyrir Skallagrím.
20.26 - Úrslitin í Vesturbænum virðast löngu ráðin. Þar er KR yfir gegn KFÍ eftir þriðja leikhluta, 79:54. Sama er að segja um Grindavík en þar eru heimamenn yfir gegn Tindastóli, 66:45, að loknum þriðja leikhluta. Samuel Zeglinski er með 13 stig fyrir Grindavík og Aaron Broussard 12.
20.14 - Loks er leikur ÍR og Keflavíkur að fara af stað í Seljaskóla, þar er allt orðið klárt.
19.59 - Leikur ÍR og Keflavíkur er enn ekki hafinn í Seljaskóla. Skotklukkur biluðu og sækja þurfti aðrar í Austurberg.
19.58 - Snæfell er yfir í hálfleik í Njarðvík, 53:37, þar sem Asim McQueen er með 18 stig fyrir Snæfell. Stjarnan er með forystu gegn Fjölni í hálfleik, 49:40. Jovan Zdravevski og nýi leikmaðurinn Jarrid Frye eru með 12 stig hvor fyrir Stjörnuna.
19.55 - Grindavík er yfir gegn Tindastóli, 49:30, í hálfleik og KR er yfir gegn KFÍ, 52:29. Í alíslensku liði KR er Finnur Atli Magnússon með 12 stig og Martin Hermannsson 10. Þá er Þór yfir gegn Skallagrími, 39:30.
19.42 - Í Seljaskóla hafa verið vandræði með leikklukkuna og leikur ÍR og Keflavíkur hefur því tafist.
19.38 - David Jackson hjá Þór er aðal skorari kvöldsins til þessa með 11 stig fyrir Þorlákshafnarliðið í fyrsta leikhluta gegn Skallagrími.
19.35 - KR er með 18 stiga forskot gegn KFÍ, 28:10, og Grindavík er sautján stigum yfir gegn Tindastóli, 29:12, þegar fyrsta leikhluta er lokið í báðum leikjum. Staðan er hinsvegar jöfn, 23:23, hjá Stjörnunni og Fjölni eftir að Fjölnir hafði náð níu stiga forystu.
19.34 - Þór er yfir gegn Skallagrími í Þorlákshöfn, 20:8, eftir fyrsta leilkhluta. Snæfell er yfir í Njarðvík, 24:16, eftir að hafa skorað fyrstu 12 stig leiksins.
19.15 - Leikirnir sex eru hafnir.