Velgengni LA Clippers heldur áfram í NBA-körfuboltanum en liðið vann í nótt sinn tólfta sigur í röð á heimavelli þegar Golden State Warriors kom í heimsókn til Los Angeles.
Clippers sigraði 115:89 og gat leyft sér að skora aðeins tólf stig í síðasta leikhlutanum eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í hinum leikhlutunum þremur.
Chris Paul var stigahæstur með 27 stig og gaf auk þess 9 stoðsendingar. Blake Griffin bætti við 20 stigum.
LA Clippers hefur unnið 27 af fyrstu 35 leikjum tímabilsins.
Úrslit:
Atlanta - Boston 81:89
Orlando - New York 106:114
Indiana - Milwaukee 95:80
Brooklyn - Sacramento 113:93
Cleveland - Houston 104:112
Minnesota - Portland 97:102
Dallas - New Orleans 96:99
San Antonio - Philadelphia 109:86
Denver - Utah 110:91
LA Clippers - Golden State 115:89