Keflavík og Grindavík mætast í undanúrslitum

Keflavík á enn möguleika á því að verja bikarinn.
Keflavík á enn möguleika á því að verja bikarinn. mbl.is/Golli

Nágrannarnir Keflavík og Grindavík mætast í undanúrslitum Powerade-bikars karla í körfuknattleik en dregið var í karla- og kvennaflokki í húsakynnum Vífilfells í hádeginu. Keflavík er ríkjandi bikarmeistari en bikarmeistarar kvenna Njarðvík eru úr leik. 

1. deildar lið Hamars í kvennaflokki fær Val í heimsókn en þar þjálfar fyrrverandi þjálfari Hamars, Ágúst Björgvinsson, og Jaleesa Butler er fyrrverandi leikmaður Hamars.

Snæfell fékk heimaleik hjá báðum kynjum og gæti því mögulega verið með báða leikina sama daginn með tilheyrandi stemningu. 

Kvennaflokkur:

Hamar - Valur

Snæfell - Keflavík

Leikirnir fara fram 25. - 27. janúar.

Karlaflokkur:

Keflavík - Grindavík

Snæfell - Stjarnan

Leikirnir fara fram 25 - 28. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert