„Þetta var rosalega ljúft,“ sagði glaðbeittur Pálmi Freyr Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, við Morgunblaðið eftir dramtískan sigur Hólmara á Stjörnunni, 89:88, í Ásgarði í Garðabæ í gær. Sigurkörfuna skoraði Jay Threatt fyrir gestina þegar 6,4 sekúndur voru eftir en Pálmi lét ekki sitt eftir liggja með 16 stig og fjögur fráköst.
Snæfellingar fögnuðu sigrinum ákaft enda náðu þeir að koma fram hefndum eftir bikartapið gegn Stjörnunni um helgina.
„Við vorum hundfúlir með það tap. Þar vorum við ekki líkir sjálfum okkur og við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld,“ sagði Pálmi Freyr.
Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.