Elvar er besti leikmaðurinn

Elvar Már Friðriksson
Elvar Már Friðriksson mbl.is/Árni Sæberg

Elvar Már Friðriksson, bakvörður úr Njarðvík, er besti leikmaðurinn í fyrri umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik, að mati Morgunblaðsins.

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji úr Þór í Þorlákshöfn, er sá leikmaður í deildinni sem hefur komið mest á óvart á þessu keppnistímabili, að mati blaðsins.

Elvar og Ragnar eru í fimm manna úrvalsliði Morgunblaðsins eftir fyrstu ellefu umferðirnar og hinir þrír sem skipa liðið eru Mirko Stefán Virijevic, framherji úr KFÍ, og bakverðirnir Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskij úr KR.

Sjá ítarlega úttekt Morgunblaðsins á bestu leikmönnunum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í dag þar sem körfuboltasérfræðingur blaðsins, Kristinn Friðriksson, fer yfir gang mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert