Vesturbæjarveldið rann í grindvískri hálku!

Martin Hermannsson sækir að körfu Grindvíkinga.
Martin Hermannsson sækir að körfu Grindvíkinga. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti stórleikur 2014 fór fram í gærkveldi þegar Grindvíkingar, sem voru í fjórða sæti fyrir leikinn, heimsóttu taplausa KR-inga.

Fyrir leikinn höfðu gárungar í heitum pottum vesturbæjarlauganna spekúlerað um þá bölvun sem virðist fylgja þeim liðum sem komast yfir á nýtt ár taplaus. Ég aðhyllist enga hjátrú, þó svo að ég neiti alfarið að nota ostaskera á öðrum miðvikudegi í þorra, en þessi tiltekna íþróttahjátrú styrktist verulega í gærkveldi því Grindvíkingar unnu góðan sigur á KR í vægast sagt kaflaskiptum leik; 105:98, og hafa með þeim sigri gert deildina enn meira spennandi.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn vel og hina frægu 2013-vörn KR var hvergi að sjá. Leikmenn beggja liða komu vel gíraðir í sínum sóknarleik; hittni var góð, leikmenn ákveðnir í gegnumbrotum og alveg óragir í sínum ákvarðanatökum.

KR-ingar voru aldrei langt undan og áttu frábæran kafla í fyrri hálfleik sem þeir fylgdu ekki nægilega vel eftir og þetta varð til þess að gestirnir voru með þægilega forystu í hálfleik, 51:42. Strax í upphafi seinni hálfleiks náðu hinsvegar KR-ingar að snúa leiknum alveg 360°.

Meira frá Kristni Friðrikssyni um stórleikinn og aðra leiki gærkvöldsins má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert