Leikandi létt hjá Haukum

Kári Jónsson og Sveinbjörn Claessen
Kári Jónsson og Sveinbjörn Claessen mbl.is/Árni Sæberg

Haukar unnu ÍR næsta örugglega í 20. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 89:65. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Haukar eru áfram í þriðja sæti með 24 en ÍR er sem fyrr tveimur stigum á undan liðunum í fallsætunum og er með 10 stig. Alex Francis var stigahæstur hjá Haukum með 31 stig og hjá ÍR var Tray Hampton með 20 stig. ÍR-ingar þurfa að bæta sinn leik verulega miðað við þennan leik ef liðið ætlar að reyna að losa sig við fallbaráttuna.

40. mín 89:65 Búið og öruggur sigur Hauka.

38. mín 87:56 Nú er þetta að leysast upp í algjört rugl. Munirnn mikill og leikurinn í raun búinn þannig að menn eru ekki með fulla einbeitingu eins og oft vill verða í stöðu sem þessari.

35. mín 81:51 Munrinn orðinn 30 stig og afskaplega lítið að gerast þannig lagað. Haukar með yfirburði og rólegt yfir leiknum enda munurinn allt of mikill til að eitthvert fjör sé í þessu.

30. mín 73:47 Þessi leikur er búinn þó svo enn séu eftir tíu mínútur, aðeins spurning um hversu sstór sigur Hauka verður.

26. mín 60:39 Haukar ekki í teljandi vandræðum, eru einfaldlega mun betri og ekkert sem bendir til að ÍR nái í einhver stig hér í kvöld.

23. mín 49:30 ÍR tekur leikhlé enda Haukar komnir í svæðisvörn og virðast ÍR-ingar lítið vita hvernig á að bregðast við henni.

20. mín 44:30 Hálfleikur og Haukar virðast vera eð þetta í höndunum þó svo þeir hafi ekki skorað í tæpar fimm mínútur í leikhlutanum. Þegar ÍR komst yfir 25:26 virtust leikmenn átta sig á að þeir þyrftu að taka á í leiknum og þá kom þetta hjá heimamönnum. Francis með 20 stig fyrir Hauka og Hamtpn 11 fyrir ÍR.

15. mín 25:24 Haukar gerðu þriggja stiga körfu á fyrtu sekúndum leikhlutans en síðan ekki söguna meir. Á meðan gengur ágætlega hjá ÍR að finna leiðina að körfunni, en vörn Hauka var sterk í fyrsta leikhlutanum, en heldur ekki eins vel núna.

10. mín 22:16 Fyrsti leikhluti á enda og Haukar að ná undirtökunum enda virðist allt miklu auðvelda hjá þeim en Breiðhyltingum.. Alex Francis með 10 stig fyrir Hauka en Vilhjálmur T. Jónsson með 8 fyrir ÍR.

7. mín. 13:12 Allt í járnum ennþá og ÍR-ingar ekkert lélegri þó svo miklu muni á liðunum í stöðutövlunni. Trey Hampton hjá ÍR er duglegur en hittir illa, þrjú víti til dæmis farið forgörðum.

4. mín. 7:8 ÍR gerði fyrtu 4 stigin en síðan hefur þetta vrið jafnt. Leikmenn hitta reyndar ekkert sérstaklega.

1. mín. Leikurinn hafinn og ÍR vinnur uppkastið

0. mín. Verið að lesa upp liðin hér að Ásvöllum að viðstöddum 48 áhorfendum.

Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og eru í hörðum slag um það sæti við Stjörnuna, Njarðvík, Þór Þ. og Grindavík. ÍR er í tíunda sæti með 10 stig, tveimur á undan keppinautunum í fallbaráttunni, Fjölni og Skallagrími.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert