KR í úrslit eftir tvíframlengdan trylli

KR vann Njarðvík í ótrú­leg­um odda­leik í undanúr­slit­um Dom­in­os-deild­ar karla í körfuknatt­leik í DHL-höll­inni í Vest­ur­bæ í kvöld. KR-ing­ar fá lít­inn tíma til að melta úr­slit­in því þeir mæta Tinda­stóli í fyrsta leik úr­slita­ein­víg­is­ins á heima­velli á mánu­dags­kvöld.

Tví­veg­is þurfti að fram­lengja til að fá fram úr­slit í leikn­um. Njarðvík sýndi mikla seiglu eft­ir skelfi­leg­an fyrsta leik­hluta, staðan að hon­um lokn­um var 24:5, og kom sér smám sam­an vel inn í leik­inn. Það var ekki síst fyr­ir fram­göngu Stef­an Bonn­eau sem sallaði niður stig­um, sér­stak­lega í þriðja leik­hluta, og hafði þegar upp var staðið skorað 52 stig. Njarðvík var ná­lægt því að tryggja sér sig­ur en Pavel Ermol­inski var á öðru máli og jafnaði met­in í 83:83 með þriggja stiga skoti 10 sek­únd­um fyr­ir leiks­lok.

Njarðvík náði ekki að nýta loka­sókn sína og held­ur ekki und­ir lok fyrri fram­leng­ing­ar­inn­ar en í bæði skipt­in geiguðu þrist­ar hjá Bonn­eau. Í seinni fram­leng­ing­unni var komið að þætti Björns Kristjáns­son­ar sem skoraði afar mik­il­væg­an þrist og sýndi stáltaug­ar á vítalín­unni, þegar Pavel Ermol­inski og Helgi Már Magnús­son voru báðir farn­ir af velli með fimm vill­ur.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leik­inn í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í fyrra­málið.

-------------------------------------------

KR - Njarðvík, 102:94

50. Leik lokið! Njarðvík­ing­ar reyna að senda KR á vítalín­una til að eiga von en Björn er nógu ör­ugg­ur þar og sókn­ir Njarðvík­ur klikka. Þetta er búið! KR leik­ur til úr­slita gegn Tinda­stóli! Loka­töl­ur í þess­um tvífram­lengda odda­leik, 102:94. Til ham­ingju KR og takk Njarðvík fyr­ir magnaða skemmt­un!

50. Björn nýtti tvö víta­skot og kom KR í 101:93. Sá hef­ur verið ör­laga­vald­ur á þess­um loka­mín­út­um.

50. Crai­on með mun­inn í sex stig og þrist­ur Loga geig­ar. Aðeins hálf mín­úta eft­ir. Staðan er 99:93 fyr­ir KR sem er á leið í úr­slita­ein­vígið!

49. Björn með gríðarlega mik­il­vægt sókn­ar­frákast og svo er brotið á Magna sem nýt­ir bæði vít­in. Staðan 97:93 þegar 1 mín­úta og 10 sek­únd­ur eru eft­ir.

48. Logi kem­ur Njarðvík yfir, 93:92, en Björn Kristjáns­son svar­ar með frá­bær­um þristi! Staðan 95:93 fyr­ir KR.

47. Crai­on með körfu fyr­ir KR en Bonn­eau svar­ar strax. Staðan 92:91 fyr­ir KR.

46. Darri með æðis­geng­inn þrist eft­ir að Snorri klikkaði á báðum víta­skot­um sín­um. Staðan 90:87 fyr­ir KR.

46. Bonn­eau byrjaði á að missa bolt­ann og KR-ing­ar klikkuðu svo á þrem­ur skot­um í sömu sókn­inni áður en dæmt var á Finn fyr­ir að stjaka við Snorra. Taug­ar og þreyta að segja til sín.

45. Fyrri fram­leng­ingu lokið. Logi klikkaði á skoti og KR komst í sókn með +4 sek við skot­klukk­una. Brynj­ar fór með bolt­ann í teig­inn og aft­ur fyr­ir körf­una, og sendi hann svo aft­an í spjaldið. Njarðvík með bolt­ann þegar 10 sek­únd­ur voru eft­ir og Bonn­eau reyndi aft­ur úr­slitaþrist en það gekk ekki. Önnur fram­leng­ing. Staðan 87:87.

45. Skot Finns geigaði og 40 sek­únd­ur eft­ir. Njarðvík með bolt­ann. Staðan 87:87.

44. Crai­on klikkaði á tveim­ur vít­um, náði sókn­ar­frákast­inu en klikkaði svo aft­ur. Njarðvík missti bolt­ann og KR á sókn þegar mín­úta er eft­ir. Staðan 87:87.

44. Bonn­eau jafnaði með þristi, 87:87!

43. Frá­bær sam­leik­ur Brynj­ars og Crai­on og Brynj­ar skor­ar. Pavel brýt­ur svo á Magic og hef­ur lokið leik með fimm vill­ur. Magic nýtti seinna vítið. Staðan 87:84 fyr­ir KR og 2 og 20 eft­ir.

42. Pavel setti niður tvö víta­skot og kom KR í 85:83.

42. Mir­ko með loft­bolta en skot Pavels í kjöl­farið geigaði sömu­leiðis. Enn 83:83.

Fjórða leik­hluta lokið. Bonn­eau reyndi erfiðan þrist í lok­in sem geigaði, öf­ugt við svo mörg skota hans í kvöld. Staðan 83:83 og við för­um í fimm mín­útna fram­leng­ingu. Ég get ekki mikið meira. Því­lík­ur leik­ur.

40. Mis­heppnuð sókn hjá Njarðvík sem fær bolt­ann aft­ur eft­ir að hann fer í innkast. KR-ing­ar vildu brot á Magic en ekk­ert dæmt. Finn­ur þjálf­ari er gjör­sam­lega brjálaður og mér sýnd­ist hann hafa sitt hvað til síns máls.

40. Pavel Ermon­linski með þrist og jafn­ar met­in!! Njarðvík tek­ur leik­hlé með tæp­ar 10 sek­únd­ur til stefnu. Staðan 83:83.

40. Bonn­eau á vítalín­una með 18 sek­únd­ur eft­ir og hann nýtti bæði. 83:80.

40. Brynj­ar minnk­ar mun­inn í 81:80 með auðveldri körfu. Minna en skot­klukka eft­ir og KR-ing­ar þurfa að brjóta.

39. Ólaf­ur Helgi af velli með fimmtu villu. Pavel á vítalín­unni og hann skoraði úr hvor­ugu vít­inu. Staðan áfram 81:78. Mín­úta eft­ir.

39. Vá!! Crai­on með tröllatroðslu og minnk­ar mun­inn í þrjú stig, 81:78. KR vinn­ur bolt­ann.

38. Von­leys­is­leg­ar sókn­ir hjá KR en Logi skoraði eft­ir að hafa hangið í hálf­tíma í loft­inu og Ólaf­ur Helgi bætti við tveim­ur stig­um, svo staðan er 81:74 fyr­ir Njarðvík.

37. Þrjár mín­út­ur og 44 sek­únd­ur eft­ir þegar Njarðvík biður um leik­hlé. KR-ing­ar komn­ir með bón­us. Staðan 77:74 fyr­ir Njarðvík.

36. KR missti bolt­ann þegar Björn steig út fyr­ir hliðarlínu. Njarðvík fékk svo fjög­ur tæki­færi í næstu sókn eft­ir að Ólaf­ur Helg og Mir­ko unnu sókn­ar­frá­köst, en náði ekki að nýta þau. Þess í stað setti Pavel niður þrist! Staðan 77:74 fyr­ir Njarðvík.

35. Helgi braut á Bonn­eau og hef­ur lokið leik. Slæmt fyr­ir KR að missa hann á ög­ur­stundu. Bonn­eau skoraði og Logi Gunn­ars­son refsaði KR strax í kjöl­farið með körfu. KR-ing­ar taka leik­hlé. Eru meist­ar­arn­ir að falla úr leik eft­ir þessa drauma­byrj­un í leikn­um? Enn nóg eft­ir. Staðan 77:71 fyr­ir Njarðvík.

35. KR-ing­ar lokuðu á Bonn­eau en þá losnaði um Ólaf Helga sem setti niður fal­leg­an þrist. Helgi setti svo niður tvö af vítalín­unni. Staðan 73:71 fyr­ir Njarðvík.

34. Crai­on að jafna met­in með því að nýta annað víta­skota sinna, eft­ir þrist frá Pavel, en Bonn­eau setti bara niður þrist í kjöl­farið og er kom­inn í 40 stig! Ef KR tekst ekki að stöðva hann end­ar þetta bara á einn veg. Stðaan 70:67 fyr­ir Njarðvík.

33. Vá! Bonn­eau með þrist, hann er bara kom­inn með 37 stig, og Logi bæt­ir við öðrum í kjöl­farið og Njarðvík­ing­ar komn­ir með for­skot, 67:63.

32. Mir­ko slapp með skrekk­inn. Sýnd­ist hann fara vilj­andi í Pavel þar sem þeir lágu á gólf­inu í bar­áttu um bolt­ann. Pavel fékk högg á höfuðið en ekk­ert al­var­legt. Skipt­ir minna máli þar sem KR vann bolt­ann í kjöl­farið þegar dæmd­ur var ruðning­ur. Staðan 63:61 fyr­ir KR.

Leik­hluta 3 lokið. Mun­ur­inn er þrjú stig fyr­ir loka­fjórðung­inn, 61:58. Bonn­eau skoraði 21 stig í leik­hlut­an­um! Bræðurn­ir Helgi og Finn­ur Atli eru með fjór­ar vill­ur hjá KR, og Hjört­ur Hrafn hjá Njarðvík. Jæja, þá eru það loka­átök­in.

30. Björn Kristjáns­son með fal­leg­an þrist úr horn­inu fyr­ir KR þegar 2 og hálf sek­únda eru eft­ir af þriðja leik­hluta. Staðan 61:58 fyr­ir KR.

30. Bonn­eau jafn­ar met­in! Vá, þessi leik­ur er ná­kvæm­lega það sem maður vonaðist eft­ir. Ágúst Orra­son vann sókn­ar­frákast af miklu harðfylgi og það er eitt­hvað sem hef­ur held­ur bet­ur vantað hjá gest­un­um. Staðan 58:58.

29. Logi smeygði sér í gegn og skoraði lag­lega körfu, og Bonn­eau fylgdi því eft­ir í næstu sókn. Mun­ur­inn er kom­inn í tvö stig! Staðan 58:56.

28. Bonn­eau hitti úr vít­inu og Crai­on nýtti fyrra víta­skot sitt í næstu sókn, svo mun­ur­inn er sjö stig, 57:50.

28. Mun­ur­inn kom­inn und­ir 10 stig eft­ir að Bonn­eau skoraði og nýtti víti að auki. Bíðið við! Hann skoraði aft­ur og fékk víta­skot að auki í næstu sókn! Finn­ur Atli brot­leg­ur í bæði skipt­in. Staðan 56:49 fyr­ir KR sem tek­ur leik­hlé fyr­ir víta­skotið hjá Bonn­eau. Þetta er GAL­OPIÐ!

27. Crai­on að hirða tvö sókn­ar­frá­köst í sömu sókn­inni, þar af annað eft­ir víti. Þetta er ekk­ert flókið ef að annað liðið get­ur náð sér í fleiri, fleiri tæki­færi í sömu sókn. 

27. Bonn­eau setti niður þriggja stiga skot í spjaldið og ofan í, virt­ist hissa en al­veg til­bú­inn að sætta sig við þetta. Crai­on setti niður víti fyr­ir KR en Snorri nýtti svo bæði sín fyr­ir KR í kjöl­farið. Staðan 52:41, ell­efu stiga mun­ur.

26. Finn­ur með fal­leg­an tvist og svo þrist í kjöl­farið, og kom KR í 51:35.

24. Bonn­eau með körfu fyr­ir Njarðvík en Brynj­ar svar­ar fyr­ir KR-inga. Staðan 46:33 fyr­ir KR. Crai­on, Helgi og Darri all­ir komn­ir með þrjár vill­ur en eng­inn í Njarðvík­urliðinu.

22. Pavel strax bú­inn að hirða tvö frá­köst í vörn­inni. Hann er kom­inn með 14 frá­köst, næst­um því jafn­mörg og allt Njarðvík­urliðið! Staðan 43:31 fyr­ir KR.

21. Njarðvík­ing­ar byrja á að missa bolt­ann klaufa­lega og Crai­on skor­ar fyr­ir KR. Þetta er allt í anda fyrri hálfleiks. Staðan 43:29 fyr­ir KR.

21. Seinni hálfleik­ur haf­inn.

Hálfleik­ur. Staðan er 41:29 fyr­ir KR eft­ir fyrri hálfleik. KR-ing­ar náðu 16:0 for­skoti og í því ljósi er staðan kannski ekki svo slæm fyr­ir Njarðvík, þó hún sé slæm. Gest­irn­ir unnu upp sjö stig í öðrum leik­hluta. Bonn­eau skoraði 10 fyrstu stig sín í leik­hlut­an­um en Crai­on er stiga­hæst­ur hjá KR með 16 stig og hef­ur tekið sjö frá­köst. Pavel er kom­inn með 12 frá­köst og KR í heild tvö­falt fleiri en gest­irn­ir, 29 gegn 15. Hvað um það, þetta ein­vígi er ekk­ert búið þrátt fyr­ir þessa ótrú­legu byrj­un á odda­leikn­um.

20. Pavel með yf­ir­vegaðasta þrist sem ég hef séð, hálfri mín­útu fyr­ir lok fyrri hálfleiks. Bonn­eau setti svo niður tvö víta­skot eft­ir brot Helga sem fékk sína þriðju villu. Staðan 41:29 fyr­ir KR.

20. Magic að minnka mun­inn í 11 stig, 37:26, eft­ir að Logi hafði unnið bolt­ann. Tæp mín­úta eft­ir af fyrri hálfleik.

17. Darri setti ann­an þrist og Crai­on fékk svo gef­ins körfu frá Brynj­ari. Mir­ko að svara fyr­ir Njarðvík. Staðan 35:21 fyr­ir KR.

15. Bonn­eau kveikti hrein­lega í kof­an­um með troðslu í loft­inu eft­ir frá­bæra send­ingu Loga. Darri kom KR-ing­um á tærn­ar með þristi í kjöl­farið. Staðan 30:17 fyr­ir KR.

14. Magic með góðan þrist fyr­ir Njarðvík og Logi varði skot Brynj­ars í kjöl­farið. „Þetta eru 11 stig, það er ekki neitt!“ kallaði Logi svo vel heyrðist um alla höll. Staðan 26:15 fyr­ir KR.

12. KR-ing­ar taka leik­hlé eft­ir körfu frá Loga og fyrstu stig Bonn­eau. Staðan 26:12 fyr­ir KR.

11. Logi með silkimjúk­an þrist og minnkaði mun­inn í 26:8 eft­ir að Crai­on hafði skorað fyrstu körfu leik­hlut­ans. Crai­on kom­inn með 13 stig nú þegar.

Leik­hluta 1 lokið. Staðan er 24:5 fyr­ir KR. Fimm! Njarðvík­ing­ar skoruðu aðeins fimm stig í fyrsta leik­hlut­an­um og nú reyn­ir held­ur bet­ur á menn að kreista fram sjálfs­traust í þeirra her­búðum, því þetta er ekk­ert annað en niður­læg­ing. KR-ing­ar spilað frá­bæra vörn og verið góðir í sókn­inni.

10. Tækni­villa á Bonn­eau. Brynj­ar setti niður vítið en Magni klikkaði svo á báðum víta­skot­un­um sem KR fékk í sókn­inni í kjöl­farið. Staðan 24:5 fyr­ir KR.

9. Pavel og Crai­on hafa verið að leika frá­bær­lega sam­an og Crai­on kom KR í 20:2, áður en hann varði svo skot Bonn­eau. Hjört­ur Hrafn setti góðan þrist fyr­ir Njarðvík, fyrstu stig­in sem ekki komu af vítalín­unni, en Brynj­ar svaraði að bragði. Staðan 23:5 fyr­ir KR.

7. Tæp­ar sjö mín­út­ur liðnar þegar Hjört­ur Hrafn skoraði fyrsta stig Njarðvík­ur úr víta­skoti en hann klikkaði svo á seinna skot­inu. Staðan 16:1 fyr­ir KR.

6. Helgi með magnaða körfu þegar skot­klukk­an gall og kom KR í 14:0! Ætla Njarðvík­ing­ar ekk­ert að skora? Brynj­ar bætti svo við úr skynd­isókn, 16:0!

4. Tæp­ar fjór­ar mín­út­ur liðnar og staðan 8:0 fyr­ir KR. Njarðvík tek­ur leik­hlé og skal eng­an undra. Tauga­titr­ing­ur í mönn­um. Helgi og Crai­on með sína körf­una hvor og Helgi bú­inn að vinna bolt­ann í tvígang í vörn­inni.

3. Brynj­ar með víti og Helgi vann bolt­ann svo af Loga og Darri setti skot niður úr skynd­isókn. Staðan 4:0 fyr­ir KR. Njarðvík­ing­ar ekki komn­ir á blað.

3. Crai­on með eina stigið til þessa úr víti en hef­ur farið illa með skot­in sín. Njarðvík­ing­ar reynt erfið færi. Ólaf­ur Helgi var að verja skot Darra með tilþrif­um, við mik­inn fögnuð. Staðan 1:0 fyr­ir KR.

1. Leik­ur haf­inn! Pavel, Brynj­ar, Crai­on, Darri og Helgi byrja hjá KR. Logi, Bonn­eau, Magic, Mir­ko og Ólaf­ur Helgi hjá Njarðvík.

0. Þá er verið að kynna liðin til leiks, eða reyna það. Það heyr­ist nú ekki mikið fyr­ir áhorf­end­um sem eru komn­ir vel í gír­inn. Þetta verður SVAKA­LEGT! Ég væri al­veg til í betri loft­kæl­ingu hérna.

0. Teit­ur Örlygs­son, aðstoðarþjálf­ari Njarðvík­inga, sendi hress­andi mynd á Twitter í aðdrag­anda leiks­ins, sem sýndi ljón ráðast á sebra­hest. Það verður að koma í ljós hversu tákn­ræn sú mynd er.

0. Pavel Ermol­inski er enn að kom­ast í gang eft­ir að hafa tognað illa í læri í bikar­úr­slita­leikn­um en hann spilaði tæp­ar 17 mín­út­ur í síðasta leik og hit­ar upp með fé­lög­um sín­um af full­um krafti.

0. KR-ing­ar báðu áhorf­end­ur um að sitja heima en stuðnings­menn að mæta á leik­inn. Nú er að sjá hvernig þeir svart­hvítu á áhorf­endapöll­un­um svara öfl­ug­um stuðnings­her Njarðvík­inga sem var að taka vel á móti sín­um mönn­um þegar þeir komu úr klef­an­um til upp­hit­un­ar. Það er orðið þröngt um fólk nú þegar, hálf­tíma fyr­ir leik.

0. All­ir fjór­ir leik­ir ein­víg­is­ins hafa unn­ist á heima­velli. Raun­ar hafa Njarðvík­ing­ar unnið alla fimm sigra sína í úr­slita­keppn­inni á heima­velli, en tapað öll­um úti­leikj­um sín­um. Nú er bara spurn­ing­in hvað ger­ist í kvöld.

0. Góða kvöldið kæru les­end­ur og vel­komn­ir í beina texta­lýs­ingu mbl.is úr DHL-höll­inni í Vest­ur­bæn­um. Nú er stuð, nú er gam­an, og nú er titrandi tauga­spenna í lofti. Hvaða lið fer í úr­slita­ein­vígið gegn Tinda­stóli um Íslands­meist­ara­titil­inn 2015?

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 22 16 6 2134:1931 203 32
2 Stjarnan 22 15 7 2166:1948 218 30
3 Njarðvík 22 15 7 2096:2005 91 30
4 Valur 22 13 9 1944:1896 48 26
5 Grindavík 22 12 10 2064:2016 48 24
6 Álftanes 22 11 11 2014:2032 -18 22
7 ÍR 22 11 11 1946:2029 -83 22
8 Keflavík 22 10 12 2146:2132 14 20
9 KR 22 10 12 2044:2062 -18 20
10 Þór Þ. 22 9 13 2038:2125 -87 18
11 Höttur 22 6 16 1884:2041 -157 12
12 Haukar 22 4 18 1887:2146 -259 8
27.03 Stjarnan 103:110 Njarðvík
27.03 Tindastóll 88:74 Valur
27.03 Þór Þ. 114:119 Keflavík
27.03 Höttur 99:95 Álftanes
27.03 Haukar 80:91 ÍR
27.03 Grindavík 86:83 KR
14.03 Keflavík 107:98 Stjarnan
14.03 ÍR 84:83 Höttur
13.03 KR 103:87 Haukar
13.03 Valur 99:80 Grindavík
13.03 Álftanes 108:96 Þór Þ.
13.03 Njarðvík 101:90 Tindastóll
07.03 Grindavík 122:115 Njarðvík
07.03 Stjarnan 116:76 Álftanes
06.03 ÍR 97:96 KR
06.03 Höttur 103:95 Þór Þ.
06.03 Tindastóll 116:77 Keflavík
06.03 Haukar 81:85 Valur
01.03 Valur 90:87 ÍR
01.03 KR 97:75 Höttur
28.02 Grindavík 101:91 Keflavík
28.02 Þór Þ. 94:91 Stjarnan
28.02 Njarðvík 103:81 Haukar
28.02 Álftanes 102:89 Tindastóll
14.02 KR 89:96 Valur
14.02 ÍR 91:95 Njarðvík
13.02 Tindastóll 109:96 Þór Þ.
13.02 Haukar 95:104 Keflavík
13.02 Höttur 83:86 Stjarnan
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Haukar 88:97 KR
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 KR 72:84 Álftanes
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Álftanes 100:103 Valur
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert