ÍR-ingar komnir með nýjan þjálfara

Borce Ilievski var þjálfari Tindastóls í rúmt ár, 2010-2011.
Borce Ilievski var þjálfari Tindastóls í rúmt ár, 2010-2011. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR leitaði ekki langt yfir skammt til að finna arftaka Bjarna Magnússonar sem þjálfara karlaliðs félagsins í körfuknattleik.

Borce Ilievski er nýr þjálfari liðsins. Ilievski hefur undanfarið starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR, ásamt Sigurði Gíslasyni. Hann stýrði meistaraflokksliðinu í fyrsta sinn á æfingu í kvöld og fyrsti leikurinn er strax annað kvöld, þegar ÍR mætir Njarðvík í erfiðum útileik.

Ilievski býr yfir mikilli reynslu sem þjálfari en hann stýrði meðal annars Tindastóli veturinn 2010-2011, áður en hætti í október 2011, og var áður hjá KFÍ á Ísafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert