Júgóslavneska bragðið í íslenskum körfubolta?

Af sjónvarspmyndum af dæma virðist sem Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, hafi beitt júgóslavneska bragðinu svokallaða, sem þekkt er í handbolta, gegn landsliðsmanninum Hauki Helga Pálssyni hjá Njarðvík í Garðabænum í Dominos-deildinni í körfubolta. 

Sjónvarpsmenn á Stöð2 Sport náðu brotinu nokkuð vel í endursýningu fyrir aftan körfu Njarðvíkru en þar má sjá hvernig Marvin beitir vinstri hendinni og enginn tilgangur annar sýnilegur en að brjóta á Hauki sem hafði stöðvað hraðaupphlaup Stjörnunnar og komist inn í sendingu til Marvins. 

Hinn þrautreyndi körfuboltadómarinn Leifur Garðarsson dæmi óíþróttamannaslega villu á Marvin. 

Júgóslavneska bragðið komst í hámæli í handboltanum á níunda áratugnum og var ljótur blettur á stórkostlegu liði Júgóslava sem varð Ólympíumeistari 1984 og heimsmeistari 1986. Um langa hríð voru hornamenn Júgóslava sakaðir um að grípa í ökkla eða hné hornamanna eða ýta undir ristina á andstæðingum sem svifu inn úr hornunum. Á Íslandi komst júgóslavneska bragðið í hámæli þegar skyttan Zlatko Saračević greip í fót Guðmundar Guðmundssonar í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni, þáverandi hornamanns íslenska landsliðsins og síðar landsliðsþjálfara. 

Í meðfylgjandi myndbandi úr þætti Stöðvar 2 Sport er brotið tekið vel fyrir og leggur þar Kristinn Friðksson, körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins síðustu árin, orð í belg. Rétt er að benda á að í myndskeiðinu eru tvö brot sem koma fyrir hjá Marvin gagnvart Hauki og hér er um hið síðara að ræða.

Smelltu hér til að sjá brotið

Leifur Garðarsson fékk mikið lof fyrir dómgæslu sína í þessu …
Leifur Garðarsson fékk mikið lof fyrir dómgæslu sína í þessu tilviki. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert