Kári hugsanlega brotinn

Kári Jónsson með boltann í leiknum gegn KR í kvöld.
Kári Jónsson með boltann í leiknum gegn KR í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Kári Jónsson, einn besti maður Íslandsmótsins í körfubolta og lykilleikmaður Hauka, fór meiddur af velli í fyrsta leik úrslitarimmunnar við KR í kvöld.

Kári meiddist í ökkla um miðjan þriðja leikhluta og lá utan vallar það sem eftir lifði leiks, með ökklann í kælingu og upp í loft. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en Kári er nú á leið á sjúkrahús þar sem hann fer í myndatöku til að fá úr því skorið hvort bein hafi brotnað.

Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, meiddist í hægra hné en hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli í kálfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst þó reikna með að Pavel yrði klár í slaginn í næsta leik liðanna sem er á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert