Draumur minn að rætast

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hefur náð mögnuðum árangri með …
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hefur náð mögnuðum árangri með liðið og orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð. mbl.is / Árni Sæberg

„Þetta er eiginlega ólýsanlega tilfinning. Þegar ég tók við KR liðinu þá setti ég upp ákveðin draumamarkmið í huganum sem ég hélt að myndi aldrei takast,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í samtali við mbl.is eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í Íslandsmótinu þriðja árið í röð.

Finnur Freyr tók við KR liðinu fyrir þremur árum og hefur skilað Íslandsmeistaratitli í Vesturbæinn öll árin sem hann hefur verið við stjórnvölin hjá KR.

„Mig langaði virkilega að ná 15. Íslandsmeistaratitlinum og jafna ÍR yfir fjölda Íslandsmeistaratitla í sögunni. Sú staðreynd að það hafi tekist á þremur árum er algerlega geggjað og draumi líkast,“ sagði Finnur Freyr um árangur KR liðsins síðustu þrjú ár undir hans stjórn.

„Það er þvílík forréttindi að fá að þjálfa þessu miklu töffara og snillinga. Leikmenn liðsins eru með mikið sjálfstraust og gríðarlega mikinn sigurvilja. Þetta er frábær leið til þess að kveðja meistarann Helga Má Magnússon,“ sagði Finnur Freyr um leikmenn KR-inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert