Hinrik og Nökkvi til Vestra

mbl

Körfuknattleikslið Vestra samdi við þá Hinrik Guðbjartsson og Nökkva Harðarson síðastliðinn föstudag.

Hinrik og Nökkvi eru uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagsins í síðasta mánuði. Nökkvi lék þó einnig með meistaraflokki KFÍ, sem gengur nú undir nafninu Vestri.

Hinrik lék 22 leiki með meistaraflokki Grindavíkur á síðasta tímabili auk þess sem hann var lykilleikmaður unglingaliðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert