Guðni tók Kristófer sem útlendingi

Kristófer Acox í leiknum í gær.
Kristófer Acox í leiknum í gær. mbl.is/Eggert

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur sigur Íslands á Sviss í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik í Laugardalshöll í gær. 

Guðni heilsaði leikmönnum fyrir leikinn og óskaði þeim góðs gengis. Kristófer Acox greinir frá því að hann hafi hins vegar fengið kveðju á ensku frá forsetanum, en Kristófer á bandarískan föður og íslenska móður.

„Allir i liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta, nema kallinn. Ég fékk „good luck“. Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifar Kristófer á Twitter-síðu sína. Aðspurður hverju Kristófer hefði svarað sagði hann: „Thanks bruh,“ við forsetann.

Kristófer Acox í leiknum í gær.
Kristófer Acox í leiknum í gær. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert