Hlynur þrettándi í 100 landsleiki

Hlynur Bæringsson fyrirliði íslenska körfuknattleikslandsliðsins sem stendur í ströngu þessa …
Hlynur Bæringsson fyrirliði íslenska körfuknattleikslandsliðsins sem stendur í ströngu þessa dagana. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hlynur Bæringsson landsliðsfyrirliði lék í gærkvöld sinn 100. A-landsleik í körfuknattleik þegar Ísland beið lægri hlut fyrir Belgíu í Antwerpen.

Hlynur er þrettándi körfuboltamaðurinn sem nær 100 leikjum fyrir karlalandsliðið. Hinir eru Guðmundur Bragason (169), Valur Ingimundarson (164), Jón Kr. Gíslason (158), Torfi Magnússon (131), Logi Gunnarsson (127), Guðjón Skúlason (122), Jón Sigurðsson (120), Teitur Örlygsson (118), Friðrik Stefánsson (112), Herbert Arnarson (111), Falur Harðarson (106) og Jón Arnar Ingvarsson (102).

Næstur af núverandi landsliðsmönnum er Jón Arnór Stefánsson sem er í 18. sæti listans með 84 landsleiki. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert