Í sporum Stephens Curry

Jón Axel Guðmundsson
Jón Axel Guðmundsson mbl.is

kris@mbl.is Jón Axel Guðmundsson, einn þeirra leikmanna sem sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í körfubolta á EM í sumar, er að koma sér fyrir í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum þar sem hann tekst á við krefjandi verkefni. Jón er á samningi hjá einu sterkasta háskólaliði sem Íslendingur hefur komist í en þar er um að ræða Davidson-skólann sem sjálfur Stephen Curry lék með á sínum tíma.

„Ég kom hingað út 17. ágúst og mér líst mjög vel á. Dvölin hefur verið enn betri en ég átti von á,“ sagði Jón Axel og segir umgjörðina í kringum körfuboltaliðið vera eins og best verður á kosið. „Umgjörðin, hvernig komið er fram við leikmennina, æfingarnar og styrktaræfingar er allt í hæsta gæðaflokki. Ég er mjög glaður hérna.“

Þegar um er að ræða sterk lið í háskólaboltanum þá er fremur sjaldgæft að nýliðar fái að spila á sínu fyrsta ári. Smám saman eru menn teknir inn og fá svo alla jafna stór hlutverk á þriðja og fjórða ári. Alla vega hjá bestu liðunum. Jón tekur því vissa áhættu með því að fara til liðs sem er talið vera á meðal 25 bestu liða í Bandaríkjunum. „Ég tel þetta vera algerlega undir mér komið. Möguleikarnir eru til staðar ef ég stend mig. Þjálfarinn, Bob McKillop, er einn sá besti í sögu háskólaboltans og hann hefur ekki sagt annað en að ég standi mig vel. Auðvitað er margt sem maður þarf að læra á fáum vikum áður en tímabilið hefst. Ég þarf að reyna að læra sem mest á stuttum tíma en í framhaldinu verður þetta spurning um hversu mikið ég er tilbúinn til að leggja á mig til að fá mínútur inni á vellinum.“

Sjá allt viðtalið við Jón Axel í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka