Netmiðillinn Karfan.is heldur því fram að Dagur Kár Jónsson kunni að vera á heimleið frá Bandaríkjunum.
Dagur Kár lék síðasta vetur með St. Francis í New York í bandaríska háskólaboltanum. Í frétt Körfunnar kemur ekki fram hvers vegna Dagur ætti að koma heim en sagt er að öruggar heimildir séu fyrir fréttinni.
Dagur er uppalinn í Stjörnunni og var í stóru hlutverki þegar liðið varð bikarmeistari árið 2015. Dagur er sonur Jóns Kr. Gíslasonar fyrrverandi landsliðsmanns úr Keflavík.
Fari svo að Dagur Kár kom heim og spili í Dominos-deildinni þá myndi hann styrkja hvaða lið sem er í deildinni enda í hópi efnilegustu bakvarða landsins.