Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Nathanaelsson er búinn að skipta um lið á Spáni en fyrr í morgun var upplýst að hann væri farinn frá B-deildarliðinu Caceres.
Hann er búinn að semja við Albacete sem leikur í spænsku C-deildinni og er þar í þrettánda sæti af sextán liðum en félagið tilkynnti þetta fyrir stundu.
Fram kemur í tilkynningu Albacete að Ragnar komi til liðs við félagið í dag og muni spila með því strax á sunnudaginn.
#Baloncesto FICHAJE: El @ALBACETEBASKET ficha al pívot islandés Ragnar Nathanaelsson https://t.co/c17pjhDyYF Procede del @Caceres_Basket pic.twitter.com/eoiuVqYeZw
— Manuel Lorenzo (@manuellorenzo1) January 13, 2017