Ragnar kominn til Albacete

Ragnar Nathanaelsson.
Ragnar Nathanaelsson.

Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Nathanaelsson er búinn að skipta um lið á Spáni en fyrr í morgun var upplýst að hann væri farinn frá B-deildarliðinu Caceres.

Hann er búinn að semja við Albacete sem leikur í spænsku C-deildinni og er þar í þrettánda sæti af sextán liðum en félagið tilkynnti þetta fyrir stundu.

Fram kemur í tilkynningu Albacete að Ragnar komi til liðs við félagið í dag og muni spila  með því strax á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert