Ragnar yfirgefur Caceres

Ragnar Nathanaelsson í leik með Þór í Þorlákshöfn síðasta vetur.
Ragnar Nathanaelsson í leik með Þór í Þorlákshöfn síðasta vetur.

Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Nathanaelsson er farinn frá spænska B-deildarfélaginu Caceres þar sem hann hefur leikið það sem af er þessu keppnistímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ragnar kom til liðs við Caceres í sumar en hefur ekki náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður og spilað að jafnaði um sjö mínútur í leik.

Caceres skýrir frá því á Twitter að félagið og Ragnar hafi komist að samkomulagi um samningslok og þakkar honum mikla fagmennsku, segir hann hafa sýnt sterkan persónuleika og óskar honum alls hins besta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert