KR í úrslit eftir spennuleik

Jón Arnór Stefánsson sækir að körfu Vals í leiknum en …
Jón Arnór Stefánsson sækir að körfu Vals í leiknum en Benedikt Blöndal er til varnar. mbl.is/Golli

KR-ing­ar geta varið bikar­meist­ara­titil sinn í körfu­bolta karla á laug­ar­dag­inn eft­ir að hafa unnið Val í mikl­um spennu­leik, 72:67. Vals­menn voru um tíma sex stig­um yfir í fjórða og síðasta leik­hlut­an­um en KR var sterk­ara á loka­sprett­in­um.

Grinda­vík og Þór Þor­láks­höfn mæt­ast í seinni undanúr­slita­leikn­um kl. 20 í kvöld. Þetta verður þriðja árið í röð sem KR leik­ur til úr­slita í bik­arn­um en liðið vann Þór í úr­slita­leikn­um í fyrra.

Vals­menn, sem leika í 1. deild, voru ekki síðri aðil­inn í undanúr­slit­un­um í dag og höfðu frum­kvæðið að stór­um hluta. Staðan var jöfn í hálfleik, 36:36, en Val­ur var fjór­um stig­um yfir fyr­ir loka­fjórðung­inn, 54:50. KR virt­ist sakna Brynj­ars Þórs Björns­son­ar mikið í sókn­ar­leikn­um en hann er meidd­ur í ökkla og óvíst að hann geti spilað í úr­slita­leikn­um á laug­ar­dag.

Með öfl­ug­um varn­ar­leik, fyrst og fremst, tókst KR hins veg­ar að jafna met­in og kom­ast yfir á loka­mín­út­um leiks­ins. Vals­menn skoruðu ekki körfu í rúm­ar fimm mín­út­ur eða þar til að Ur­ald King skoraði einni og hálfri mín­útu fyr­ir leiks­lok, en hann átti stór­kost­leg­an leik fyr­ir Val og skoraði 31 stig auk þess að taka 10 frá­köst.

Pavel Ermol­inski, sem átti ekki góðan dag, skoraði afar mik­il­væga þriggja stiga körfu á loka­mín­út­unni eft­ir að hafa klikkað á fyrstu fimm þrist­um sín­um, og kom KR fimm stig­um yfir. Vals­menn þurftu svo að senda KR á vítalín­una og þar var Jón Arn­ór Stef­áns­son ör­yggið upp­málað þegar mest á reyndi.

Phil­ip Alawoya, sem lék sinn ann­an leik fyr­ir KR í kvöld, var stiga­hæst­ur í liðinu með 20 stig en hann tók einnig 10 sókn­ar­frá­köst og 10 varn­ar­frá­köst. Jón Arn­ór skoraði 18 stig og Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son 12. King var lang­stiga­hæst­ur hjá Val en Birg­ir Björn Pét­urs­son skoraði 12 stig og Aust­in Magn­us Bracey 11.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

Val­ur - KR, 67:72
(22:20 - 36:36 - 54:50 - 67:72)

Leik lokið. (67:72) Meist­ar­ar KR hafa bet­ur í þess­um spennu­leik og leika því til úr­slita á laug­ar­dag­inn. Stuðnings­menn Vals rísa úr sæt­um og klappa fyr­ir sín­um mönn­um sem sýndu svo sann­ar­lega frá­bæra frammistöðu.

40. (67:72) Jón Arn­ór ör­ugg­ur á vítalín­unni þegar 6,4 sek­únd­ur eru eft­ir.

40. (67:70) King með körfu og víti að auki þegar 7,8 sek­únd­ur eru eft­ir. Er enn von fyr­ir Val?

40. (64:70) King reyndi skot en það fór í hring­inn. Jón Arn­ór setti svo niður bæði víti sín.

40. (64:68) Vals­menn taka leik­hlé með 10 sek­únd­ur á skot­klukk­unni og 24 sek­únd­ur til leiks­loka.

40. (64:68) Odd­ur Birn­ir hleypti Pavel á vítalín­una, þegar 39 sek­únd­ur voru eft­ir, og Pavel nýtti seinna vítið.

40. (64:67) King minnk­ar mun­inn í þrjú stig af vítalín­unni.

40. (62:67) Pavel Ermol­inski hafði klikkað á öll­um fimm þrist­um sín­um þegar hann setti niður þetta gríðarlega mik­il­væga þriggja stiga skot og kom KR fimm stig­um yfir.

39. (62:64) Ein mín­úta og 13 sek­únd­ur eft­ir. Skot Jóns Arn­órs geigaði. Heill hell­ing­ur af mis­tök­um í þess­um loka­fjórðungi enda mik­il spenna í loft­inu.

39. (62:64) King nær að minnka mun­inn með langþráðri körfu fyr­ir Val. Ein og hálf mín­úta eft­ir.

37. (60:62) Vals­menn eru ekki bún­ir að skora körfu í rúm­ar fimm mín­út­ur. Þeir eru hins veg­ar með bolt­ann og geta jafnað.

36. (60:60) Bene­dikt sem skot sem hitti ekki hring­inn á KR-körf­unni, og Þórir skoraði lag­lega körfu á hinum enda vall­ar­ins. Sig­urður var svo að jafna met­in. Vals­menn taka leik­hlé. Rétt tæp­ar fimm mín­út­ur eft­ir.

33. (60:54) Darri kastaði bolt­an­um tvær sókn­ir í röð, kæru­leys­is­lega í hend­ur Vals­manna. KR-ing­ar unnu þó bolt­ann aft­ur jafn­h­arðan í seinna skiptið.

32. (58:52) KR-ing­ar eiga stund­um í mestu vand­ræðum með að ná skoti áður en skot­klukk­an klár­ast. Mun­ur­inn sex stig.

Leik­hluta 3 lokið. (54:50) Það eru tíu mín­út­ur eft­ir af þess­um leik og Vals­menn eru yfir, 54:50. Hver hefði trúað því? 

27. (50:48) Stressið virðist vera að aukast í KR-ing­um. Þeir fara til að mynda illa með vít­in sín og nú var Snorri Hrafn­kels­son að klikka á báðum sín­um. Áður hafði Alawoya gert hið sama og Jón Arn­ór klikkað á öðru sinna.

25. (48:47) King vann bolt­ann af Pavel, fór fram og tróð hon­um. Aust­in var svo að setja niður þrist og koma Val yfir! KR-ing­ar taka leik­hlé. Þeir ætla ekki að fara að falla úr keppni hérna gegn 1. deild­ar liði. Stemn­ing­in er öll Vals­meg­in í stúk­unni eins og vænta má.

24. (43:47) Aust­in setti niður þrist fyr­ir Val og King kveikti svo held­ur bet­ur í áhorf­end­um með því að verja skot Alawoya, sem virðist orðinn frek­ar pirraður. Hann hef­ur þó skorað 16 stig.

21. (38:38) Seinni hálfleik­ur er haf­inn og Darri skoraði fyrstu stig hans en Vals­menn voru fljót­ir að svara.

Hálfl­feik­ur. (36:36) Leik­ur­inn er hálfnaður og staðan er hníf­jöfn! Sann­ar­lega frá­bær frammistaða hjá 1. deild­ar liði Vals. Ur­ald King skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks og hef­ur þar með skorað 14 stig, en Bene­dikt Blön­dal og Birg­ir Björn Pét­urs­son eru næst­ir hjá Val með 6 stig. Hjá KR erP­hil­ip Alawoya með 10 stig en alls hafa átta leik­menn KR skorað í leikn­um hingað til. Sig­urður Þor­valds­son er með þrjár vill­ur og þeir Jón Arn­ór og Darri tvær hvor, en hjá Val er Birg­ir Björn sá eini með tvær vill­ur eft­ir bar­átt­una und­ir körf­unni.

18. (32:32) Vals­menn jafna met­in með silkimjúk­um þristi frá Bene­dikt og körfu frá Sig­urði Degi.

16. (25:30) Vil­hjálm­ur Kári kem­ur ís­kald­ur inn á hjá KR og set­ur niður þrist og Þórir bæt­ir öðrum við strax í kjöl­farið. Ungu menn­irn­ir óhrædd­ir. 

15. (25:24) Darri vann bolt­ann af Vals­mönn­um og Arn­ór skilaði hon­um auðveld­lega ofan í körf­una eft­ir hraðaupp­hlaup. Vals­menn taka leik­hlé.

14. (25:22) Birg­ir með flotta vörn gegn Alawoya, og svo tor­sótta körfu á hinum enda vall­ar­ins. Vel gert hjá þess­um há­vaxna leik­manni.

12. (22:22) Birg­ir Björn sæk­ir þriðju vill­una á Sig­urð sem fær sér sæti á bekkn­um hjá KR. Finn­ur fórn­ar hönd­um yfir dómn­um. Alawoya skoraði fyrstu stig 2. leik­hluta.

Leik­hluta 1 lokið. (20:18) Vals­menn byrja þenn­an leik af krafti og eru yfir gegn meist­ur­un­um sem hafa verið tals­vert frá sínu besta. Jón Arn­ór og Sig­urður eru ein­ir komn­ir með tvær vill­ur.

10. (20:18) Aust­in með snögg­an þrist fyr­ir Val og Sig­urður svar­ar með loft­bolta fyr­ir KR. Vals­menn eru yfir.

7. (15:14) Frá­bær byrj­un hjá 1. deild­ar liðinu. Vals­menn eru yfir, eft­ir að Ur­ald King stal bolt­an­um og tróð með tilþrif­um. Svona á að kveikja í Höll­inni! KR-ing­ar taka leik­hlé.

6. (11:12) Sig­urður Þor­valds fær tvær vill­ur á skömm­um tíma og fer af velli. Sig­urður Dag­ur set­ur niður seinna vítið sitt.

3. (8:7) Darri set­ur niður fyrsta þrist kvölds­ins fyr­ir KR en Bene­dikt svar­ar með þeim fyrsta fyr­ir Val, af spjald­inu.

2. (3:4) Jón Arn­ór er strax kom­inn með tvær vill­ur, fyr­ir brot á Bene­dikt og King, og hann fær sér sæti á bekkn­um.

1. (2:2) King skoraði fyrstu stig Vals en Alawoya var fljót­ur að jafna met­in eft­ir að hafa tekið sókn­ar­frákast.

1. Leik­ur haf­inn!

0. Byrj­un­arlið KR er því án Brynj­ars; Darri, Sig­urður, Jón Arn­ór, Pavel og Alawoya. Hjá Val byrja Sig­urður Dag­ur, Bene­dikt, Aust­in Magn­us, Birg­ir Björn og King.

Val­ur: Sig­urður Páll Stef­áns­son, Sig­urður Dag­ur Sturlu­son, Bene­dikt Blön­dal, Friðrik Þjálfi Stef­áns­son, Aust­in Magnús Bracey, Þor­geir Krist­inn Blön­dal, Odd­ur Birn­ir Pét­urs­son, Ingimar Aron Bald­urs­son, Ur­ald King, Ill­ugi Auðuns­son, Birg­ir Björn Pét­urs­son, Magnús Kon­ráð Sig­urðsson.

KR: Arn­ór Her­manns­son, Jón Arn­ór Stef­áns­son, Þórir G. Þor­bjarn­ar­son, Snorri Hrafn­kels­son, Karvel Ágúst Schram, Darri Hilm­ars­son, Vil­hjálm­ur Kári Jens­son, Pavel Ermol­inski, Sig­urður Á. Þor­valds­son, Phil­ip Alawoya, Orri Hilm­ars­son, Andrés Ísak Hlyns­son.

Philip Alawoya stekkur upp að körfu Vals en Illugi Auðunsson …
Phil­ip Alawoya stekk­ur upp að körfu Vals en Ill­ugi Auðuns­son fylg­ist með. mbl.is/​Golli

---------------------------------

0. Það er sann­ar­lega skarð fyr­ir skildi hjá KR-ing­um en þeir eru án fyr­irliðans Brynj­ars Þórs Björns­son­ar í dag. Brynj­ar, sem er stiga­hæsti leikmaður KR í Dom­in­os-deild­inni í vet­ur, er hér í borg­ara­leg­um klæðum, meidd­ur. Hann von­ast til að geta spilað í úr­slita­leikn­um á laug­ar­dag, ef KR kemst þangað.

0. Finn­ur lofaði koll­ega sinn hjá Valsliðinu, Ágúst, þegar ég ræddi við hann í vik­unni og hann er að sjálf­sögðu bú­inn að skoða vel við hverju má bú­ast frá þeim rauðklæddu í dag. „Val­ur er til að mynda með [Aust­in Magn­us] Bracey sem spilaði stóra rullu fyr­ir Snæ­fell í fyrra og árið þar áður. Þeir eru með Birgi Björn Pét­urs­son, sem hef­ur verið úti í at­vinnu­mennsku og viðloðandi A-landsliðshóp, og stráka eins og Bene­dikt Blön­dal og Sig­urð Dag Sturlu­son sem hafa spilað í efstu deild og kunna þetta. Þó að þetta lið sé í 1. deild í ár eru þarna strák­ar sem eiga fullt er­indi í úr­vals­deild­ina og það kem­ur manni ekk­ert á óvart að þeir hafi unnið þessa leiki í keppn­inni hingað til,“ sagði Finn­ur.

0. Finn­ur Freyr Stef­áns­son, þjálf­ari KR, hef­ur farið tvisvar með karlalið KR í úr­slita­leik bik­ars­ins, í fyrra og hitteðfyrra. Ágúst Björg­vins­son, þjálf­ari Vals, stýrði kvennaliði Hauka til bikar­meist­ara­titils árin 2005 og 2007, og fór einnig með kvennalið Vals í úr­slita­leik­inn 2013 þar sem það tapaði fyr­ir Kefla­vík.

0. Það er kannski til marks um að Vals­menn séu bún­ir að bíða leng­ur en KR-ing­ar eft­ir leik í Höll­inni, en það er hóp­ur af þeim bú­inn að koma sér vel fyr­ir í miðri stúk­unni; rauðklædd­ur, með tromm­ur og til í slag­inn.

0. Banda­ríkjamaður­inn Phil­ip Alawoya leik­ur í dag aðeins ann­an leik sinn fyr­ir KR eft­ir kom­una til Íslands, en hann þreytti frum­raun sína í sigri á Þór Þor­láks­höfn síðasta föstu­dag og skoraði þá 14 stig og tók 12 frá­köst. Ur­ald King hef­ur skorað að meðaltali 21,6 stig í leik fyr­ir Val í 1. deild­inni í vet­ur og tekið 10,5 frá­köst.

0. KR-ing­ar eiga mis­góðar minn­ing­ar úr Höll­inni. Hér hafa þeir til að mynda í tvígang tapað naum­lega fyr­ir Stjörn­unni í bikar­úr­slita­leikj­um, og alls tapað fimm af síðustu sjö bikar­úr­slita­leikj­um sín­um. Þeir unnu hins veg­ar úr­slita­leik­inn við Þór Þor­láks­höfn í fyrra af ör­yggi.

0. Það er tals­verður mun­ur á bik­ar­sögu Vals og KR. KR hef­ur unnið bik­ar­inn oft­ast allra fé­laga eða alls 11 sinn­um, þar af tvisvar á þess­ari öld (2011 og 2016). Val­ur hef­ur unnið bik­ar­inn þris­var, en það var árin 1980, 1981 og 1983. Val­ur komst síðast í bikar­úr­slita­leik árið 1987 svo 30 ára bið gæti lokið í kvöld.

0. Þessi Reykja­vík­urslag­ur virðist fyr­ir fram vera leik­ur Davíðs og Golí­ats. KR er ríkj­andi bikar­meist­ari, sem og þre­fald­ur Íslands­meist­ari, og sit­ur á toppi Dom­in­os-deild­ar­inn­ar. Val­ur er hins veg­ar í 1. deild og sit­ur þar í 3. sæti. Vals­menn hafa hins veg­ar slegið út þrjú lið úr Dom­in­os-deild­inni; Hauka, Skalla­grím og Snæ­fell, á leið sinni í Höll­ina.

0. Góðan dag og verið vel­kom­in í beina texta­lýs­ingu mbl.is frá leik Vals og KR í undanúr­slit­um Malt­bik­ars karla í körfu­bolta. Grinda­vík og Þór Þor­láks­höfn mæt­ast í seinni undanúr­slita­leikn­um og sjálf­ur úr­slita­leik­ur­inn er svo á laug­ar­dag.

Bendikt Blöndal með boltann í Höllinni í dag, en Arnór …
Bendikt Blön­dal með bolt­ann í Höll­inni í dag, en Arn­ór Her­manns­son er til varn­ar. mbl.is/​Golli
Jón Arnór Stefánsson blóðgaðist í leiknum.
Jón Arn­ór Stef­áns­son blóðgaðist í leikn­um. mbl.is/​Golli
Urald King og Philip Alawoya í baráttunni.
Ur­ald King og Phil­ip Alawoya í bar­átt­unni. mbl.is/​Golli
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert