Helena sneri aftur en Stjarnan fagnaði sigri

Helena Sverrisdóttir lék á ný með Haukum í kvöld og …
Helena Sverrisdóttir lék á ný með Haukum í kvöld og skilaði góðu verki en það dugði ekki til gegn Stjörnunni. mbl.is/Golli

Stjarnan vann tveggja stiga sigur á Haukum, 71:69, í lokaleik næstsíðustu umferðar Dominos-deildar kvenna í körfubolta í Hafnarfirði í kvöld. Helena Sverrisdóttir lék með Haukum, rúmum fimm vikum eftir að hafa fætt sitt fyrsta barn.

Frétt mbl.is: Helena spilar fimm vikum eftir fæðingu

Stjarnan hafði yfirhöndina fyrir lokafjórðunginn en staðan var jöfn, 60:60, þegar tvær mínútur lifðu leiks. Stjarnan náði aftur forystunni en Helena minnkaði muninn í eitt stig með þriggja stiga skoti sjö sekúndum fyrir leikslok. Danielle Rodriguez, sem skoraði 37 stig fyrir Stjörnuna, setti svo niður annað víta sinna og Haukum tókst ekki að nýta lokasekúndurnar til að jafna eða innbyrða sigur.

Helena átti mjög góðan leik en hún spilaði 21 mínútu og skoraði 16 stig auk þess að taka sjö fráköst.

Leikurinn hafði litla þýðingu fyrir liðin en þegar var ljóst að Stjarnan endar í 4. sæti deildarinnar og Haukar í 7. sæti.

Haukar - Stjarnan 69:71

Schenker-höllin, úrvalsdeild kvenna, 19. mars 2017.

Gangur leiksins: 6:7, 10:12, 14:12, 18:18, 24:21, 24:25, 24:25, 27:26, 30:32, 35:37, 40:43, 42:48, 46:53, 50:58, 58:60, 69:71.

Haukar: Nashika Wiliams 19/10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 16/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Anna Lóa Óskarsdóttir 7/6 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/9 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 15 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4/4 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/7 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Jakob Árni Ísleifsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert