Helena spilar fimm vikum eftir fæðingu

Haukaparið Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon. Helena var valin …
Haukaparið Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon. Helena var valin besti leikmaður Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert

Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins síðustu ár, snýr aftur í lið Hauka í kvöld aðeins rúmum fimm vikum eftir að hafa fætt sitt fyrsta barn.

Helena og unnusti hennar, Finnur Atli Magnússon sem einnig leikur fyrir Hauka, eignuðust stúlku 9. febrúar. Í kvöld verður Helena svo í leikmannahópi Hauka gegn Stjörnunni á Ásvöllum, í næstsíðustu umferð Dominos-deildarinnar. Samkvæmt heimildum mbl.is kemur hún til með að spila að minnsta kosti nokkrar mínútur í leiknum.

Haukar hafa að litlu að keppa en liðið er öruggt um 7. og næstneðsta sæti deildarinnar. Stjarnan er sömuleiðis örugg um 4. sæti, það síðasta í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert