Grindavík sigri frá undanúrslitum

Hart barist í leik Grindavíkur og Þórs í kvöld.
Hart barist í leik Grindavíkur og Þórs í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Grindvíkingar tóku 2:1-forystu í einvígi sínu gegn Þór frá Þorlákshöfn í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik með átta stiga sigri í kvöld, 100:92, þegar liðin mættust í þriðja leik einvígisins í Grindavík.

Grindvíkingar voru yfir allan leikinn og sigurinn verðskuldaður með öllu. Þeir voru að hitta vel úr skotum sínum og nýttu sér vel slaka vörn gesta sinna. 

Dagur Kár Jónsson fór á kostum í leiknum og skoraði 29 stig fyrir Grindavík en hjá Þór var það Tobin Carberry sem setti 38 stig sem dugðu þó ekki. 

Næsti leikur er á föstudagskvöldið kemur í Þorlákshöfn þar sem Grindvíkingar geta gert út um einvígið.

Grindavík 100:92 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert