Tindastóll heldur lífi í vonum sínum um sæti í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik eftir lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík, 107:80, í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum á Sauðárkróki í kvöld. Staðan í einvíginu er nú 2:1 fyrir Keflavík.
Tindastóll setti tóninn strax í byrjun og gaf Keflvíkingum í raun aldrei séns. Staðan í hálfleik var 59:34 fyrir Tindastól í hálfleik, 25 stiga munur, og Keflvíkingar náðu aldrei að rétta sinn hlut að ráði. Þegar yfir lauk munaði 27 stigum á liðunum, lokatölur 106:80.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson var stigahæstur hjá Tindastóli í kvöld með 22 stig en hjá Keflavík var Magnús Már Traustason stigahæstur með 18 stig.
Liðin mætast í fjórða leiknum í Keflavík á föstudagskvöld, þar sem Keflvíkingar geta tryggt sæti sitt í undanúrslitum. Vinni Tindastóll verður oddaleikur á Sauðárkróki á sunnudag.
Tindastóll | 107:80 | Keflavík | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
99. mín. skorar | ||||
Augnablik — sæki gögn... |