Ívar áfram og blásið til sóknar

Þessir skrifuðu undir nýja samninga við Hauka, til eins eða …
Þessir skrifuðu undir nýja samninga við Hauka, til eins eða tveggja ára. Efri röð f.v.: Hjálmar Stefánsson, Steinar Aronsson, Haukur Óskarsson, Jón Ólafur Magnússon, Hilmar Smári Henningsson, Alex Rafn Guðlaugsson og Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka. Neðri f.v.: Óskar Már Óskarsson, Ívar Barja, Kristján Leifur Sverrisson og Björn Ágúst Jónsson. Ljósmynd/Haukar

Fjórir leikmenn skrifuðu undir nýjan samning til tveggja ára við körfuknattleiksdeild Hauka í gær. Ívar Ásgrímsson verður áfram aðalþjálfari karlaliðs félagsins.

Haukar, sem fengu silfurverðlaun á síðasta Íslandsmóti, enduðu í 10. sæti Dominos-deildar karla í vetur sem olli miklum vonbrigðum í þeirra herbúðum. Samkvæmt fréttatilkynningu sem Haukar sendu frá sér í dag er stefnan sett á að styrkja liðið með íslenskum leikmönnum og berjast um alla titla sem í boði eru á komandi árum.

Haukar framlengdu samninga sína við Hauk Óskarsson, Hjálmar Stefánsson, Kristján Leif Sverrisson og Breka Gylfason um tvö ár. Emil Barja og Finnur Atli Magnússon skrifuðu undir samninga til tveggja ára í fyrra.

Ívar verður áfram aðalþjálfari liðsins og mun Vilhjálmur Skúli Steinarsson aðstoða hann. Vilhjálmur mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins en hann er menntaður í þeim fræðum og starfaði um árabil í Stavanger í Noregi, sem íþróttastjóri við afreksskóla á framhaldsskólastigi og á sjúkraþjálfunarstöð.

Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka, og Vilhjálmur Skúli Steinarsson.
Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka, og Vilhjálmur Skúli Steinarsson. Ljósmynd/Haukar
Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka, og Ívar Ásgrímsson.
Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka, og Ívar Ásgrímsson. Ljósmynd/Haukar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert