KR-ingar með í Evrópukeppninni

Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup í haust.

Fyrstu leikir verða heima og að heiman 27. september og 4. október, en dregið verður í riðla 4. júlí næstkomandi. 

Íslensk félagslið hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni síðan árið 2008 en þá léku KR-ingar á móti tyrkneska liðinu Banvit.

KR-ingar hafa átt að skipa besta körfuboltaliði landsins undanfarin ár en KR varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð eftir sigur á Grindvíkingum í úrslitaeinvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert