Leikir við fremstu lið Evrópu fram undan

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er meðal þeirra sem eru í U20 …
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er meðal þeirra sem eru í U20 ára landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru ansi at­hygli­verðir mánuðir fram und­an hjá U20 ára landsliði karla í körfuknatt­leik. Í næstu viku verður fjög­urra liða mót í Laug­ar­dals­höll, í sum­ar er gríðarlega sterkt mót á Krít og skömmu síðar, fyrsta Evr­ópu­mót Íslands í A-deild í þess­um ald­urs­flokki, þar sem 16 sterk­ustu þjóðir álf­unn­ar taka þátt. 

Ísland, ásamt Finn­landi, Svíþjóð og Ísra­el mæt­ast á fjög­urra liða mót­inu í Laug­ar­dals­höll. Svíþjóð og Ísra­el eru á meðal þjóða í A-deild Evr­ópu­móts­ins í sum­ar og Finn­land féll niður í B-deild­ina, þrátt fyr­ir að hafa unnið tvo leiki í A-deild­inni síðasta sum­ar. Ísland fær því þrjá mjög sterka and­stæðinga í heim­sókn og er það fyrsti und­ir­bún­ing­ur liðsins fyr­ir Evr­ópu­mótið sjálft. Fyrsti leik­ur Íslands á mót­inu er gegn Sví­um á mánu­dag­inn kem­ur, dag­inn eft­ir er leik­ur gegn Ísra­el og síðasti leik­ur Íslands er gegn Finn­um á miðviku­dag. All­ir leik­irn­ir hefjast kl. 20:00 og fara fram í Laug­ar­dals­höll. 

Í næsta mánuði eru svo leik­ir gegn Ítal­íu, Spáni og Grikklandi á æf­inga­móti á grísku eyj­unni Krít. Það er lokaund­ir­bún­ing­ur liðsins fyr­ir Evr­ópu­mótið sjálft, sem fer ein­mitt líka fram á Krít. Ekki er kom­in dag­setn­ing á það mót, en það verður spilað skömmu áður en Ísland mæt­ir til leiks á Evr­ópu­mót­inu. Ítal­ía, Spánn og Grikk­land eru allt mjög stór­ar körfu­boltaþjóðir og er það mik­ill heiður fyr­ir ís­lensk­an körfu­bolta að liðið fékk boð á mótið.

Ísland vann sér inn þátt­töku­rétt í A-deild Evr­ópu­móts­ins með því að hafna í 2. sæti í B-deild á síðasta ári. Evr­ópu­mótið fer fram á Krít, 15-23 júlí og er Ísland í riðli með Svart­fjalla­landi, Frakklandi og Tyrklandi. Ísland tapaði gegn Svart­fell­ing­um í loka­úr­slit­um B-deild­ar­inn­ar og Frakk­land og Tyrk­land eru með betri þjóðum í þess­um ald­urs­flokki. Það eru því krefj­andi en afar spenn­andi verk­efni sem bíða ís­lenska U20 ára landsliðinu í körfuknatt­leik á næstu vik­um og mánuðum. 

Frá úrslitaleik Íslands og Svartfjallalands síðasta sumar.
Frá úr­slita­leik Íslands og Svart­fjalla­lands síðasta sum­ar. Ljós­mynd/​Fiba.com

U20 ára landsliðshóp­ur­inn: 

Hall­dór G. Her­manns­son - Þór Þor­láks­höfn
Arn­ór Her­manns­son - KR
Ingvi Þór Guðmunds­son - Grinda­vík 
Þórir G. Þor­bjarn­ar­son - KR
Krist­inn Páls­son - Mar­ist há­skól­inn, Banda­ríkj­un­um
Snjólf­ur Stef­áns­son - Njarðvík
Kári Jóns­son - Drex­el há­skól­inn, Banda­ríkj­un­um
Snorri Vign­is­son - Breiðablik
Svein­björn Jó­hann­es­son - Breiðablik
Eyj­ólf­ur Á. Hall­dórs­son - Skalla­grím­ur
Breki Gylfa­son - Hauk­ar
Tryggvi Snær Hlina­son - Þór Ak­ur­eyri

Þjálf­ari liðsins er Finn­ur Freyr Stef­áns­son.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert