Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við franska A-deildarliðið Chalons-Reims fyrir næstu leiktíð. Hann kemur frá liði Charleville úr B-deildinni.
Martin átti frábært tímabil með Charleville á sinni fyrstu leiktíð sem atvinnumaður. Hann skoraði að meðaltali 17,2 stig. Hann var annar í kjörinu á besta leikmanni deildarinnar.
Chalons-Reims hafnaði í 16. sæti af 18 liðum í A-deildinni á síðustu leiktíð og slapp naumlega við fall.