Ragnar Nathanaelsson í Njarðvík

Ragnar og Páll Kristinsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Ragnar og Páll Kristinsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljósmynd/Njarðvík

Ragnar Nathanaelsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Njarðvík. Ragnar lék með spænsku liðunum Arcos Albacete Basket og Cáceres Ciudad del Baloncesto á síðustu leiktíð. 

Hinn 218 sm hái Ragnar byrjaði ferilinn með Hamri, en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn og Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Ragnar var með 14 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik er hann spilaði með Þór á þarsíðasta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert