Fyrrverandi þjálfari KFÍ tekur við Bretum

Tony Garbelotto.
Tony Garbelotto. Ljósmynd/gbbasketball.com

Tony Garbelotto, fyrrverandi þjálfari KFÍ á Ísafirði, hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Breta í körfuknattleik.

Garbelotto leysir Joe Prunty af hólmi en hann hefur stýrt breska landsliðinu síðustu fjögur ár og stjórnaði því á EuroBasket í síðasta mánuði þar sem Bretar töpuðu öllum fimm leikjum sínum.

Garbelotto er 48 ára gamall og er þjálfari Glasgow Rocks. Hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum og frá 1998-2000 var hann þjálfari KFÍ á Ísafirði og undir hans stjórn komst liðið í undanúrslitin á Íslandsmótinu. Síðustu þrjú árin hefur hann þjálfað í Víetnam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert