Gamlar stjörnur í Njarðvík skelltu Skallagrími

Magnús Þór Gunnarsson var í miklu stuði með b-liði Njarðvíkur …
Magnús Þór Gunnarsson var í miklu stuði með b-liði Njarðvíkur gegn Skallagrími í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vel mannað b-lið Njarðvík­ur komst í kvöld í sex­tán liða úr­slit­in í bik­ar­kepppni Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands, Malt­bik­arn­um, með því að sigra 1. deild­arlið Skalla­gríms í hörku­leik í Ljóna­gryfj­unni, 100:95.

Njarðvík­ing­ar skörtuðu köpp­um á borð við Magnús Þór Gunn­ars­son, Pál Krist­ins­son, Pál Axel Vil­bergs­son og Gunn­ar Ein­ars­son en Magnús fór á kost­um í leikn­um og skoraði 26 stig, þar af gerði hann sex þriggja stiga körf­ur. Magnús lagði skóna á hill­una síðasta vor eft­ir að hafa leikið eitt tíma­bil með Skalla­grími í úr­vals­deild­inni. Páll Krist­ins­son gaf hon­um lítið eft­ir og skoraði 24 stig.

Njarðvík­ing­arn­ir fá aft­ur heima­leik í sex­tán liða úr­slit­un­um en þar mæta þeir úr­vals­deild­arliði Hauka.

Njarðvík b - Skalla­grím­ur 100:95

Njarðvík, Bik­ar­keppni karla, 19. októ­ber 2017.

Gang­ur leiks­ins:: 7:7, 9:10, 13:15, 21:24, 24:32, 31:36, 38:41, 44:43, 51:48, 53:52, 60:54, 65:59, 71:63, 82:72, 89:82, 100:95.

Njarðvík b: Magnús Þór Gunn­ars­son 26/​5 stoðsend­ing­ar, Pall Krist­ins­son 24/​10 frá­köst, Gunn­ar Ein­ars­son 12/​4 frá­köst, Ólaf­ur Aron Ingva­son 10, Sæv­ar Garðars­son 9, Páll Axel Vil­bergs­son 8/​10 frá­köst, Hjört­ur Hrafn Ein­ars­son 4/​4 frá­köst, Rún­ar Ingi Erl­ings­son 3, Arn­ar Freyr Jóns­son 2, Styrm­ir Gauti Fjeld­sted 2.

Frá­köst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Skalla­grím­ur: Zaccery Alen Cart­er 32, Eyj­ólf­ur Ásberg Hall­dórs­son 24/​11 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Davíð Guðmunds­son 12, Bjarni Guðmann Jón­son 9/​8 frá­köst, Dar­rel Flake 9/​4 frá­köst, Kristó­fer Gísla­son 5, Kristján Örn Ómars­son 4/​7 frá­köst.

Frá­köst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Dóm­ar­ar: Aron Run­ar­s­son, Pét­ur Guðmunds­son.

Áhorf­end­ur: 155

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 18 8 10 1449:1461 -12 16
2 Stjarnan 18 7 11 1394:1519 -125 14
3 Grindavík 18 6 12 1292:1312 -20 12
4 Hamar/Þór 18 6 12 1460:1637 -177 12
5 Aþena 18 3 15 1314:1425 -111 6
25.02 Hamar/Þór 87:88 Aþena
25.02 Stjarnan 77:64 Grindavík
01.03 16:00 Hamar/Þór : Tindastóll
02.03 17:30 Grindavík : Aþena
04.03 18:15 Stjarnan : Hamar/Þór
05.03 19:15 Aþena : Tindastóll
11.03 19:15 Aþena : Stjarnan
11.03 19:15 Tindastóll : Grindavík
26.03 19:15 Grindavík : Hamar/Þór
26.03 19:15 Tindastóll : Stjarnan
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 18 8 10 1449:1461 -12 16
2 Stjarnan 18 7 11 1394:1519 -125 14
3 Grindavík 18 6 12 1292:1312 -20 12
4 Hamar/Þór 18 6 12 1460:1637 -177 12
5 Aþena 18 3 15 1314:1425 -111 6
25.02 Hamar/Þór 87:88 Aþena
25.02 Stjarnan 77:64 Grindavík
01.03 16:00 Hamar/Þór : Tindastóll
02.03 17:30 Grindavík : Aþena
04.03 18:15 Stjarnan : Hamar/Þór
05.03 19:15 Aþena : Tindastóll
11.03 19:15 Aþena : Stjarnan
11.03 19:15 Tindastóll : Grindavík
26.03 19:15 Grindavík : Hamar/Þór
26.03 19:15 Tindastóll : Stjarnan
urslit.net
Fleira áhugavert