Jón Axel heiðraður

Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska U-20 ára landsliðinu …
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska U-20 ára landsliðinu í körfubolta.

Jóni Axel Guðmundssyni hlotnaðist sá heiður að vera valinn leikmaður vikunnar í Atlantic 10 riðlinum sem lið hans Davidson spilar í í háskólakörfuboltanum, NCAA.

Jón Axel er verðlaunaður fyrir frammistöðu sína í fyrsta leik Davidson á tímabilinu en hann átti þá stóran þátt í 110:62 bursti á Charleston Southern.

Grindvíkingurinn skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Var með öðrum orðum mjög nálægt þrefaldri tvennu og nýtti skot sín vel. Karfan.is greindi frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert